Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 14
8
KIRKJURITIÐ
Og þegar morgunsólin roðar austurloftið og rennur upp, hvað
liggur þá fyrir annað en að horfa við geislum hennar?
Eins og blómið, sem lyftir krónu við dagsljósinu, skrýðist
fegurstu litum, þannig ummyndast sá til líkingar við Krist, er
gefst honurn á vald, — auðgast að því, sem er fagurt, satt, gott
og kærleiksríkt.
Að sama skapi sem vér gjörum það, kemur Guðs ríki til vor
og íslenzka þjóðin verður hans þjóð.
Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
Burt með allt hugarvíl.
Búum í þess stað Kristi rúm í hjörtunum.
Þar ljómi innst birta hans.
Guð hefði ekki skapað mannkynið, ef hann vissi, að það
myndi að lokum deyða sig sjálft.
Nei. Hann hefir séð fyrir sigur þess í krafti sonarins elskaða.
Vilji hans verður svo á jörðu sem á himni.
' Guð, þér sé eilíf þökk og dýrð.
Komi ríki þitt.
Gleðilegt nýár í Jesú nafni.
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON.
Stjórn Hins íslenzka Biblíuiélags
þakkar afj alhug ágczlar undir-
lektir manna undir það að ger-
asl félagar þess. £ru þœr félag-
inu bezti shjrkur.
Asmundur Quðmundsson.
____________________________________