Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 17
PISTLAR
11
Fögur bæn, sem þegar hefir verið heyrð í tvöföldum skilningi,
°g lengi skal munuð. Líka órækur vitnisburður um ítök trúar-
mnar í brjóstum ungra menntamanna enn í dag.
Davíð frá Fagraskógi gaf út nýja ljóðabók fyrii' jólin. „Ljóð
frá liðnu sumri.“ Hann hefir raunar alltaf, sem kunnugt er, túlk-
að staðreynd guðstrúarinnar og gildi kristindómsins fyrir mann-
lífið, enda ort ágæta sálma. En aldrei hefir hann slegið þessa
strengi tíðar og öllu fastar en nú. Hér verður að nægja að lieim-
færa örfáar ljóðlínur, sem sönnun þess.
Án himins erum við liúsvilt böm
og heimurinn allur minni. (Bls. 74)
Hollum híbýlum
berst hreint loft.
Geislar Guðssól
um glugga inn.
Mun þá mannsálir
minna varða
að skynja skýlaust
skapara sinn. (Bls. 65)
En sá, sem heitast ættjörð sinni ann,
mun einnig leita Guðs — og nálgast hann.
(Bls. 88)
Loks er hér niðurlag hins dýra upphafskvæðis: „Segið það
rnóður minni."
Býst ég nú brátt til ferðar,
brestur vegnesti.
En þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti. (Bls. 11)
Davið er nu i vissum skilningi arftaki séra Matthlasar sem
,,æðsti prestur" þjóðarinnar.