Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 19
PISTLAR
13
það kemur á daginn, að kristnin lifir í landinu, og virðist alls
staðar austan jámtjalds sem elfa undir klaka. Og nú er sú elfa
að ryðja sig.
Skýiing hugtaka.
Hugtök, hugmyndir, hugsjónir. Þetta hefir allt mikil áhrif í
daglegu lífi. En það er eitthvað annað en að allir leggi sömu
merkingu í sama nafnið. Sérstaklega þegar um hugtökin er að
ræða. Stundum nota menn hin og þessi hugtök, án þess að gera
sér ljóst, hvað í þeim felst, líkt og er um sum eldgömul orðtök.
Stundum leggja menn nýjar merkingar í hugtök í ákveðnum
tilgangi. Jafnvel um beinar hugtakafalsanir getur verið að ræða.
Sem dæmi um það, hvernig hugtök, sem um langan aldur hafa
haft líka eða sams konar merkingu í hugum vestrænna manna,
geta skyndilega verið túlkuð á ólíkan hátt, má nefna orðið frelsi
vestan og austan járntjalds nú á dögum. Af þessu leiðir, að skýr-
ing hugtaka er næsta þörf.
Mér kom þetta m. a. í hug, er ég las fallegt ávarp, sem mennta-
málaráðherrann hélt í listamannaklúbbnum nýlega. Hann lagði
þar með réttu mikla áherzlu á gildi listanna. Taldi jafnvel, að
aldrei hefði þeirra beðið meira hlutverk en nú í landinu, mundi
ekkert vera meiri menningarvaki og því bráð nauðsyn að styrkja
sem bezt alla listamenn. En við þetta gat ég ekki varizt þessari
spurningu: Hvað er list, og hver er listamaður? Það er nokkuð
óskýrt hugtak, að því er vh ðist. í viðtali segir Davíð frá Fagra-
skógi á þá leið, að Æru-Tobbi sé frumlegasta og bezta atom-
skáldið, sem enn hafi fæðzt á íslandi. Og mér kom í hug samtal,
sem eg átti við tvo tónlistarmenn og tónskáld nýlega. Hvergi er
vanþekking mín öllu meiri en á því sviði. Þess vegna leitaði ég
fræðslu.
Ég spurði meðal annars á þá leið, hvort lag eða tónverk lyti
ekki ákveðnum lögum. Hvort ekki yrði að gæta einhvers tóna-
samræmis við samningu tónsmíða og þar fram eftir götunum.
Mér skildist — og ég rangfæri hér ekkert viljandi, — að þessi sldln-