Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 21

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 21
PISTLAH 15 ölvaðir menn fáist ekki við akstur og þyngja viðurlögin við slík- um brotum. Almenningsálitið má ekki lengur afsaka slys og skemmdar- verk með því að aðilar hafi verið ölvaðir. Nýlega var framið eitthvert skaðsamlegasta skemmdarverk, sem unnið hefir verið hérlendis, er skemmdar voru nokkrar flugvélar í flugskýli. Hefði þetta geta leitt til manntjóns. Eitt dagblaðið segir nýlega um þetta. (Tíminn 4. des.): „Spellvirkinn er ungur maður, nítján ára að aldri, og hefir hann játað verknaðinn, en kveðst jafnframt hafa verið undir áhrifum víns.“ Síðan ekki söguna meir. Þetta finnst mér þjóðhættulegur frásagnarmáti. Oss kirkjunnar mönnum er skylt að fylgjast vel með þessum raálum og ljá yfirvöldunum og öðrum aðilum lið til að draga úr hinni geigvænlegu slysahættu, sem nú má kalla að sé á hverj- um akfærum vegi um landið allt. Hver veit. . .? Ekki fyrir alls löngu sá ég kvikmynd, er gerð hefir verið að tilstuðlun Gideonsfélagsins. Ólafur Ólafsson kristniboði sýndi hana í fjölmennum skóla. Þar var m. a. skýrt, hve sólkerfin eru otal mörg og ómælanlega víð. í dag berast geislar til jarðarinn- ar> sem hafa verið milljónir ára á leiðinni frá upptökum sínum. Frammi fyrir þessu undri verður manni ljóst, hve lítið vér vit- Um enn um tilveruna. Og gleði vaknar yfir því, hve enn er margt eftir að sjá. °g enn er slík umhugsun oss hvöt til að fara að dæmi feðra vorra og rannsaka betur ritningarnar en vér gerum. Þær birta 0SS marga opinberun um lögmál lífsins á mörgum sviðum. Lög- mál, sem vísindin eru sí og æ að staðfesta. Enn varðar Biblían hinn vanrataða lífsveg betur en nokkur skoli til þessa dags. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.