Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 33

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 33
KIRKJUR Á ÍSLANDI AÐ FORNU OG NYJU 27 Eins og ég gat um í upphafi, voru öll guðshús í landinu upp- haflega bænda eign. Og bændurnir héldu sjálfir presta til þess að annast þar tíðasöng. Gjald fyrir þessa þjónustu var 4 merkur á ári fyrir alkirkju, 2 merkur fyrir hálfkirkju, fjórðungskirkju ein mörk en fyrir bænhús 6 aurar eða 4. Til þess að tryggja prestunum þessar tekjur, þurfti guðshúsið sjálft að eiga fast- eign eða gangandi fé, er gæfi af sér að minnsta kosti það, sem messukaupi svaraði. Auk þess fjár, er kirkjueigandi lagði kirkju sinni til, eignuðust margar kirkjur snemma mikið fé í sálugjöf- um og þess háttar, bæði jarðeignir, kvikfé, gripi góða og hlunn- indi og ítök margs konar. Þar við bættist svo kirkjutíundin, svo að tekjur kirkjubænda voru mjög miklar á hinum stærri stöðum. A dögum Árna biskups Þorlákssonar 1269—98 hófust harð- vitugar deilur (Staðamál) um yfirráð kirkjueignanna, sem lauk með því, að biskupar skyldu hafa yfirráð þeirra staða, er kirkjur attu hálfa eða meira. Komust við það allir hinir auðugri staðir undir forræði biskups. Við þetta greindust kirkjurnar í svo- nefndar lénskirkjur og bændakirkjur. Lénskirkjurnar voru í um- sJa prestanna, en bændakirkjurnar í umsjá bændanna, sem þær attu. Flestar lénskirkjur og meginhluti bændakirknanna hafa á síðari árum komizt í eign og umsjá safnaðanna sjálfra, svo að nú er yfirgnæfandi meiri hluti allra kirkna safnaðarkirkjur, örfáar eru enn lénskirkjur, en bændakirkjurnar, þær sem enn eru ekki komnar í hendur safnaðanna, eru nú ýmist bændakirkjur eða rikiskirkjur, eftir því hvort eigandi jarðarinnar, þar sem slík irkja stendur, er einstaklingur eða ríkið. Viðhald og endurbygg- ing kirkna landsins nú hvílir því aðallega á söfnuðunum sjálfum. ^ær’ sem ríkið eða einstakir menn reka, eru orðnar sárafáar og fer stöðugt fækkandi. ^En hvaða aðstæður hafa þá söfnuðum landsins verið skapaðar tí Þess> að endurreisa hinar hrörlegu kirkjur, en halda hinum, sem þegar hafa reistar verið, sómasamlega við? 1" '1 miður hafa þær aðstæður verið allt annað en góðar. Með 0önm um soknargjöld árið 1909 voru hverri sóknarkirkju tryggð- ar te 'jur, er námu kr. 0,75 á hvern sóknarmann 15 ára og eldri, íækkað var arið 1921 í kr. 1.25. Má öllum vera Ijóst, að slíkar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.