Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 34

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 34
28 KIRKJURITIÐ tekjur hrukku naumast fyrir árlegum rekstrarútgjöldum, hvað þá að fé yrði afgangs til endurbóta eða endurbyggingar kirkj- unnar. Ur þessu er að vísu nokkuð bætt með lögum um sóknar- gjöld 1948 og síðari breytingu á þeim lögum. Þó hygg ég, að kostnaður við rekstur kirknanna hafi farið svo ört vaxandi hin síðustu ár, að ekki sé um það að ræða, að af lögskipuðum sókn- argjöldum sé hægt að leggja nokkurt teljandi fé fyrir til endur- bóta kirknanna eða endurbyggingar. Þar verður því að koma til frjálst framlag safnaðanna sjálfra með því að leggja á aukagjöld eða safna gjöfum, og þarf þó enn meira til. Lán í lánastofnunum er yfirleitt ekki unnt að fá til kirkjubygg- inga. Hinn almenni kirkjusjóður er hin eina stofnun, sem á síð- ari áratugum hefir veitt söfnuðum sæmilega hagstæð lán til kirkjubygginga, en hann hefir yfir svo litlu fé að ráða, að hann getur sjaldan lánað meira en sem svarar 1/10 hluta byggingar- kostnaðar. Til þess að bæta hér úr hinni brýnustu þörf var með lögum 1955 stofnaður Kirkjubyggingasjóður, er ríkið leggur ár- lega til kr. 500 þús. um næstu 20 ár. Skal úr sjóði þessum veita vaxtalaus lán til kirkjubygginga, er endurgreiðist á 50 árum. En lán til endurbóta eldri kirkna greiðist á 20 árum. Þó mega lán þessi aldrei nema meira en sem svarar 2/5 hlutum kostnaðar við endurbætur kirkna og ekki nerna sem svarar kr. 1000.00 á hvern fermetra gólfflatar, ef um nýbyggingu er að ræða. Þetta er að vísu mikilsverð bót frá því, sem áður var, enda hefir, síðan lögin voru sett, vaknað mikill áhugi á kirkjubygging- um og endurbótum eldri kirkna. En sá er hér galli á gjöf Njarð- ar, að reynslan hefir þegar sýnt, að fjárframlagið til sjóðsins er allsendis ófullnægjandi. Hefir ekki verið unnt að sinna þeim lánbeiðnum, sem borizt hafa, nema að litlu leyti, og kemur það sér afarilla. Hlýtur því að vera næsta sporið, ef ekki á að kæfa í fæðing- unni þann áhuga, sem nú er vaknaður um kirkjubyggingarmál- in, að vinna ötullega að því, að framlag til sjóðsins verði þeg- ar hækkað að minnsta kosti í 1 milljón króna á ári. Fyrir þeirri umbót verða prestar, héraðsfundir og söfnuðir nú þegar að beita

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.