Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 36
f KANTftRBBORC
Á meðan við hjónin dvöldum í London í sumar, ákváðum við
einn dag að gera för okkar til Kantaraborgar að hætti hundruð
þúsunda af pílagrímum, sem þangað hafa lagt leið sína. Borgin
liggur í héraðinu Kent í suðaustur Englandi, og leiðina frá Lond-
on má fara á hér um bil þremur stundum í almenningsvagni. Á
þessum slóðum er ákaflega fagurt og búsældarlegt. Héruðin
Kent og Surrey eru stundum kölluð aldingarður Englands og eru
það orð að sönnu. Þama skiptast á lágir hálsar og hæðir og frið-
samir dalir með lygnum smáám, sem liðast um dalbotninn.
Allt er landið vafið gróðri, aldintrjám og ökrum. Mest ber á
kirsuberjatrénu í Kent. Kirsuberjaekrurnar eru þar svo víðlend-
ar, að margir búgarðar eiga tugi hektara af þeim. Við vorum
þama því miður ekki að vorlagi, þegar kirsuberjatréð blómgast.
En mér var sagt, að það væri ógleymanlega fögur sjón, þegar
þau standa í mjallhvítum skrúða sinna angandi blóma. Og þegar
á líður og blómin þroskast, snjóar hvítum blómum yfir vegi og
stíga í sunnangolunni. En þessi dýrð var hjá liðin, þegar við vor-
um þarna á ferð, og berin voru byrjuð að blána. Þegar nær
dregur sjónum, verður landið flatt, og frá Kantaraborg eru að-
eins rúmir 60 km niður að ströndinni. Borgin liggur í grunnu
dalverpi á báðum bökkum lítillar ár, sem heitir Stour. Hún er
fremur lítil, íbúatala rúmlega 30 þús. En hún er mjög sérkenni-
leg og fögur. Og hún er umvafin erfðavenjum og söguhelgi um-
fram nokkra aðra borg á Bretlandi. Byggingarnar eru langflestar
fornar, lýsa tækni, smekk og lífsháttum liðinna kynslóða.
Þarna mætir maður andblæ genginna alda, og það hefir
verið mælt, að sá, er vildi kynnast sál Englands, yrði að fara til
Kantaraborgar. Ég held, að þetta sé að einhverju leyti sannmæli.
Kantaraborg er fyrst og fremst gömul borg, sáralítið breytt að
vtra útliti síðan á miðöldum.