Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 38

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 38
32 KIRKJUKITIÐ byggt 1375—1381, rammgert með háum turnum. Og þó mun- aði ekki hársbreidd, að það væri brotið niður árið 1850. Við Vesturlilið eru unaðslegir og friðsælir skrúðgarðar, ein höfuð- prýði borgarinnar. En yfir alla borgina og allt, sem þar er að sjá, gnæfir Kantara- borgar dómkirkja. Það er talið, að hún sé elzta guðshús Eng- lands, og hún er móðurkirkja allra enskra kirkna, allrar hinnar ensku kirkju, með öllu sínu óvenjulega starfi úti um víða veröld. Erkibiskup Bretlands hefir setið í Kantaraborg frá því er kristni hófst í Englandi. Öldum saman hefir hann og átt bústað í Lund- únum í Lambethhöll á syðri Themsárbakka, og dvelur þar löngum, því að hann á sæti á þingi Bretlands og í ríkisráði. En Kantaraborg er heimkynni hans og embættissetur og hefir ver- ið alla tíð. Dómkirkjan í Kantaraborg er geysimikið hús í rómönskum, normanniskum og forngotneskum stíl, og hefir verið í smíðum í margar aldir, þangað til liún hlaut sína núverandi mynd. En þessar stíltegundir hafa verið felldar saman af slíkri snilli og byggingarfræðilegri kunnáttu, að allt orkar samræmilega á aug- að. Af þeim hundruðum súlna, sem bera uppi hin miklu hvolf- þök kirkjunnar, er nálega engin eins, en þetta ósamræmi orkar einhvern veginn lifandi á mann, eins og mismunur trjáa í skógi. Kirkjan er óvenjulega björt, og er þó myndagler litað í mjög mörgum gluggum hennar, sumt frá blómatíma glermyndagerð- arlistarinnar og dýrara en virt verði til fjár. A styrjaldarárunum síðari var allt þetta gler tekið úr gluggunum, hundruð þús- unda af þessum smáu, lituðu glerreitum tekið úr blýumgerðum sínum, númerað, og geymt á öruggum stað. Það er ekki fyllilega búið að koma því í samt lag. Það tekur kunnáttumenn mörg ár. En fegurð þessarra glugga er óviðjafnanleg. Þar blasa hinar heilögu ritningar við augum í einfaldri, auðmjúkri tjáningu gleymdra og genginna meistara. Annars fékk kirkjan sitt endanlega og núverandi snið á 15. öld, og telst nú ein hin fegursta og stórfenglegasta í Englandi. Það, sem einkum vekur geðþekka athygli, er það, hvað hún er björt því að það er oft svo um þessi gömlu voldugu musteri, að þau

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.