Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 42

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 42
36 KIRKJURITIÐ ævisögu tengdaföðurs síns eftir að Henrik VIII. hafði látið taka þennan fornvin sinn og fyrrverandi kanslara af lífi, án allra saka. Thomas More er of viðamikið efni til þess, að því verði gerð skil hér. En liin hugljúfasta endurminning hans og hetjulegur píslarvættisdauði, varð mér einhvern veginn lifandi í miklu sár- ara mæli en áður, eftir komuna til Kantaraborgar. En allir dagar eiga kvöld, einnig dagur á hinum helgu slóð- um Kantaraborgar. Við ökum heim í mildu sumarrökkri um hið frjósama land með hugann fullan af minningum alls þess, er gerzt liefir á þessum söguríku slóðum frá því er Vilhjálmur Bastarður háði sína söguríku orrustu við Hastings 14. okt. 1066 við Harald II. Guðinason Englandskonung, 66 árum eftir kristni- töku á íslandi. Okkur finnst langt síðan það gerðizt. En þá liafði þegar staðið erkistóll í Kantaraborg í 455 ár. Águstin, fyrsti erkibiskupinn í Kantaraborg, hafði verið ábóti í klaustri heilags Andresar í Rómaborg, þegar Gregor páfi I. fól honum að fara til Englands með 40 munka af reglu Benedikts og freista þess, að kristna landið. Hann tók land í nánd við Kantaraborg vorið 597 og settist þar að. Honum var vingjarnlega tekið af Aðal- bjarti konungi í Kent, og fór svo brátt, að konungur lét skírast. í sankti Marteinskirkju í Kantaraborg er ennþá til skírnarfont- urinn, sem Agustin notaði við það tækifæri, ævafornleg stein- skál, skrautlaus með öllu. Árið 601 var Águstin sldpaður fyrsti erkibiskup í Kantaraborg. Síðan hefir röðin aldrei slitnað. Ártíð hans er jafnan haldin helg í dómkirkjunni 26. maí ár hvert. Sið- ur, sem ekki hefir verið rofinn síðan hann dó árið 606, þ. e. í meir enn hálfa 14. öld. Ég var að hugsa um allt þetta á leiðinni heim til Lundúna. Má vera, að þetta sé hégómi, þessi smásmuglega ræktarsemi við minningar og minjar. En það skapar samhengi og festu í siði og menningu. Það felst í því það, sem ég vildi nefna mann- dóm varðveizlunnar. Og þegar ég kom inn í iðandi mannþröng- ina og ljósahafið á Piccadilly Circus, fannst mér ég skilja það betur en ella, hvers virði það hefir verið Bretlandi að eiga liina hljóðu, helgu Kantaraborg í svo nánu sambýli við hina hávaða-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.