Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 45
BÆNIR, SEM BÖRNIN LÆRA UTANAÐ 39
urðu útundan, svo að á síðustu árum hefir jafnvel verið talið, að nálega
helmingur allra barna kynni ekki einu sinni Faðirvorið, og sama mun vera
urn bænimar, þær sem þau áður höfðu lært utanað. Fullorðna fólkið kann
þær ekki. Það hefir brostið hlekkur á milli fortíðar og nútíðar, sem enn
er óbættur.
Sumir menn munu í liugsunarleysi segja, að þama sé lítils í misst. En
ureiðanlega er það ekki svo. Því verður ekki með rökum neitað, að þegar
hörmungar og alls kyns áþján þjakar fólkinu, kjarkurinn er þrotinn, og
allt sýnist vonlaust, þá er gripið til bænarinnar. Og fyrir mátt hennar fá
menn kraft til að sigrast á erfiðleikum, sem annars virðast óyfirstígan-
legir mannlegu þreki, og jafnvel vaxa við hverja raun. Að viðurkenna ekki
þessa staðreynd er að berja höfðinu við steininn.
Þessum orðum mínum til stuðnings, ætla ég að vitna lítilsháttar á ljóð-
niæli Gríms Thomsen. Eitt kvæðið þar heitir Jólanóttin á Hafnarskeiði:
^ irðist það öðmm þræði máske skop, þar sem lýst er þeirri ofboðslegu
'ræðslu, sem getur gripið ölvaða menn. En efnið er það, að drukkinn mað-
|'r er ‘I lerð til kvöldsöngs að Strandarkirkju á aðfangadagskvöld jóla. Hann
reppir óveður og leggst fyrir. En sandbylurinn geisar, og honum finnst
eHs konar óvættir riða gandreið í kringum sig. En þó tekur út fyrir allt,
i’egar hann vaknar við klukknahringingu:
Til dómsins hélt ég hringt að væri,
liræddur iðrunar
hinzta tók ég tækifæri,
táraðist ég þar;
að fyrirgefnar skyldu skuldir,
skjálfandi ég bað,
og þar beztu bænir þuldi,
sem börnin læra utanað.
Einnig má minna á kvæðið Skúla fógeta. Það er í fjórtándu ferð Skúla
ni'Hi landa. Skipið lendir í fánáðri og ósjó. Segl em rifin, rár brotnar, og
ipið er orðið hálffullt af sjó, en fjómm hásetum skolaði útbyrðis. Þeir
eni iýndir í ólgandi hafið.
En hinir leggjast í búlka á bæn,
þó bænahald sé þeim ei tamast;
skipstjórinn æðrast, en grenjandi græn
gjálpin á súðinni hamast.