Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 50
44 KIBKJUBITIÐ ar Ijósar og efnið þrungið anda trúar og siðgæðis. Get ég vart hugsað mér það barn, sem byrjar á lienni, að það lesi hana ekki alla. Hygg ég einnig, að hvert barn batni við þann lestur, og \'il því hvetja foreldra til þess að gefa hana börnum sínum, t. d. í afmælisgjöf eða jólagjöf. Aurunum, sem til þess fara, er vissulega vel varið. Hafi báðir þökk fyrir þessa litlu og fallegu bók, höfundur og útgefandi. A. G. t---------T--------------------"t --------| ErMnr frcttír [-------------------------------- —„„—«—„„—„„—„„—„„—„„——* Aukin fj'árráð norsku kirkj'unnar. Kirkjustjómin norska leggur til við þingið, að það Jeggi 8 milljónir króna í sjóð til styrktar kirkjulegum störfum. I sama tilgangi er áætlað að safna með frjálsum framlögum um einni milljóna króna á ári. Víða er gripið til tækninnar.Tveir prestar sveimuðu ekki alls fyrir löngu í flugvél yfir húsaþökunum í úthverfum Indianapolis í Ameríku. Voru þeir að taka myndir í þ\’í skyni að geta valið ný kirkjustæði. Frá finnsku kirkjunni. Finnska kirkjan hefir verið mjög athafna- söm á undangengnum árum. Ný Biblíuþýðing var samþykkt á þingi henn- ar 1938. Sama ár eignaðist hún nýja sálmabók finnska, og fáum árum síðar aðra sænska. Loks kom út nýtt barnalærdómskver 1948. Nýrrar helgi- siðabókar má \’ænta innan skamms. Ordass biskup stendur enn við stjómvöl lútersku kirkjunnar á Ung- verjalandi og stýrir í frelsisátt. Mikið viðreisnarstarf er unnið og megin áherzla lögð á kristilegt æskulýðsstarf. Náið samband er í milli biskups og Lúterska heimssambandsins. Áströlsk sendinefnd með H. W. K. Mowll höfuðbiskup í broddi fylkingar fór til Kína í nóvember. Lætur hún vel yfir stöðu kirkju og kristni þar í landi. Telur, að þar ríki algert trúfrelsi og kristileg starfsemi sé ó- liindmð. Kristnir menn, sem fúsir séu til að styðja stjómarstefnuna, eigi að- gang að embættum jafnt og aðrir. Verði að viðurkennast, að hollast sé hverri þjóð að búa að innlendum starfsmönnum innan kirkju sem utan. Sumir trúboðar hafa f\ rr og síðar misnotað stöðu sina til áróðurs og ásælni í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.