Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 52

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 52
46 KIEKJURITIÐ +—------------------------- — ---------Tnnlendnr frétlir •i*-----------....---....-....-....-III.-- Fagur siður. Mörg undanfarin ár hefir það verið föst venja Spari- sjóðs Svalbarðsstrandar að gefa hverju bami, sem þar fæðist, í skírnar- gjöf sparisjóðsbók með 50 kr. innstæðu. Þessi fagri siður ætti að verða öðrum til eftirbreytni. Gamla kirkjan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fauk til á grunn- inum í ofviðri 20. f. m. Hún brotnaði þó lítt, nema reykháfur hennar hmndi. Messur fara nú fram í prestsseturshúsinu, því að nýja kirkjan er ekki enn fullgerð. Fögur æskulýðssamkoma var haldinn í Gamla Bíó 16. f. m. Séra Bragi Friðriksson flutti nokkur ávarpsorð, en söngflokkar barna sungu und- ir stjóm kennara síns ýms jólalög. Aðalsöngstjórinn var Ingólfur kennari Guðbrandsson. Hljómsveit lék undir suma sálmana. Að lokum var sam- eiginleg bænagerð. Þetta er fyrsta samkoman á vegum æskulýðsstarfsins nýja í Reykjavík, og þótti hún mjög vel takast. Nýja testamentisútgáfu Hins íslenzka Biblíufélags er nú að fullu lokið. Þýðingin er hin sama og áður, nema hvað vikið hefir verið til betra máls á stöku stað, þar sem það hefir þótt óhjákvæmilegt. Efnisyfirlit hefir verið samið fyrir hvem kapitula og er það prentað fyrir framan. Á það að geta orðið til mikils hagræðis og auðveldað það að finna Ritningarstaði. Letur er stórt og gott og prentað í tveimur dálkum. Pappir er einnig hinn vandaðasti. Loks var ráðizt í það með samþykki Brezka Biblíufélagsins að taka myndamót af myndum þess í afmælisútgáfunni 1955 og hafa í þess- ari útgáfu. Annaðist Prentmyndastofa Helga Guðmundssonar það verk. En Leiftur sá um prentun og pappír. Bókfell batt inn í sterkt og gott band. Aðalútsölu hefir Leiftur h.f. og sendir bókina til bóksala um land allt. — Verði er í hóf stillt, svo sem skylt er samkvæmt tilgangi Hins íslenzka Biblíufélags. Má þakka það hinum mörgu félögum þess, sem hafa létt undir þessar framkvæmdir. Aðgerð á hljóðfærum kirkna. Kjartan Jóhannesson hefir jafnframt söngkennslu sinni á Austurlandi í haust og vetur gjört við orgel í nokkrum kirkjum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.