Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 54

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 54
48 KIRKJURITIÐ kvöld og prédikaði í ungmennafélagshúsi í Skíðadalnum á nýársdag. Auk þess voru 4 giftingar og 11 skírnir. — Það var auðvelt að anna þessu, af því að veður og færi gafst gott. Kirkjusóknin var alls staðar sæmileg og sums staðar ágæt. — Tjamarkirkju vom færðar jólagjafir: Nýr hökull og skímarfontur. Sóknarmenn skutu saman í hvort tveggja, sérstaklega þó konurnar í söfnuðinum. Þá fékk Vallakirkja dálitla peningagjöf frá burt- fluttri safnaðarkonu, fátækri og gamalli. Minnir gjöfin mjög á „eyri ekkj- unnar.“ Björn Rögnvaldsson liúsasmíðameistari varð sextugur 21. des. sl. Síðan 1936 hefir hann verið umsjónarmaður við opinberar byggingar og m. a. séð um smíði prestsetra og útihúsa á þjóðjörðum. Er hann því flestum prestum að góðu kunnur. Góðviljaður rnaður og fús til áheymar. Hefir þegar afkastað miklu dagsverki og margbreytilegu á víðum vett- vangi bæði í höfuðborginni og um landið allt. Vegleg gjöf var færð Húsavíkurkirkju (Húsavík við Skjálfanda) við messu sunnudaginn 12. ágúst, sl. Voru það tveir stórir og vandaðir kerta- stjakar úr silfri, fimm-arma. Gjöf þessa gaf Jón Bjömsson, Guðrúnargötu 5, Reykjavík, vélstjóri á vs. „Hvassafelli“, til minningar um foreldra sína, hjónin Björn Árnason og Guðrúnu Jónsdóttur, sem bjuggu að Eyvík (Rauf) og Ketilsstöðum á Tjörnesi í Húsavíkursókn. Sóknarpresturinn tók á móti gjöfinni fyrir hönd safnaðarins, minntist hinna látnu heiðurshjóna og vott- aði gefandanum þakkir. Æskulýðshöll í Reykjavík. Allar horfur era nú loks á því, að æsku- lýðshöll rísi innan skamms í Reykjavik og verði hún í senn íþróttahöll og skautasalur, sýningarskáli og fundarhalda. Virðast allir hlutaðeigendur sammála um að hrinda þessu máli í framkvæmd undir forystu Reykjavík- urbæjar. Bók um Skálholtshátíðina. Áformað hefir verið, að á þessu ári verði gefin út bók um Skálholt og Skálholtshátíðina á síðastliðnu sumri, og verð- ur hún prýdd rnörgum myndum. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.