Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 9

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 9
JÓLARÆÐA 439 Hann græðir sár og sorgartár ei sífellt lætur renna. Þinn liug við allt það hugga skalt, er lians þér orðin kenna. En þar mátt þú einnig sjá annað fagnaðarefni öllu meira, Guðs kær- leika til syndugra manna. „Reifabam liggjandi í jötu“ og þó um Ieið Guðs eingetinn sonur; hvílikt undur! Hvílík niðurlæging! Hans fyrsta herbergi á jörðu fénaðarhús; hans vagga tóm jata! og þó var liann hinn eingetni föðurins, konungur himins og jarðar. Og um leið og þú nú sér í anda vöggu hans, fyrstu hvílu á þessari jörð, þá hugsaðu einnig til hans síðustu hvílu, krossins á Golgata; renndu huganum frá reifunum, er hann var vafður nýfæddur, til líkklæðanna, er hans andaði líkami var hjúpaður við greftranina; frá hans fyrstu ævistund til allrar ævi hans, til hinna mörgu mæðustunda, til alls hins mikla dagsverks, er liggur milli jötunnar og grafarimiar, og hugleið svo, til hvers liann var í jötu lagður, til hvers liann starfaði og leið og var á krossi deyddur, að það var allt til þess, að hinn vesæli heimur yrði endurleystur, að hið glataða spillta mannkyn yrði friðþægt við Guð og endurfætt til nýs lífs fyrir þessa fæð- 'rcgu, þjáningar og dauða, og seg svo: Er slíkt eigi kærleikur, er slíkt eigi naðarundur, er slíkt eigi óumræðileg líkn og miskunn vors Guðs; og mættum vér eigi þakka liana og vegsama Guð fyrir hana rniklu fremur og innilegar en hirðarnir, er svo lítið höfðu séð af öllu þessu, og lítt báru skynbragð á, hverju þeir fögnuðu yfir. Guð er kærleikur, það eru hin feg- urstu og sælufyllstu orð allrar Ritningarinnar um hinn almáttuga herra himiris og jarðar. Hvemig þessi eilífi kærleikur ríkir á himnum, tilbeðinn af Ijómandi englasveitum, stýrandi hinum óteljandi heimum, er liann hefir skapað, Iiulinn í hinu óumræðiega Ijósi sinnar eigin dýrðar, það getum ver alls eigi gjört oss hugmynd um, það er hátt hafið yfir vorn skilning. En ef vér viljum sjá ímynd hins guðlega kærleika, svo fagra, að englar himins mega hníga í duftið af undrun, og þó svo einfalda, að hvert barn getur skilið hana, þá hugsum oss húsið í Betlehem með barninu liggjandi ! jötunni og hirðunum á knjám fyrir því, og með gullnum stöfum letrað þar uppi yfir; Svo hefir Guð elskað heiminn. Guð er kærleikurinn, og barnið í jötunni er opinberun Guðs kærleika á þessari jörð, og hið 'lága hreysi er upp ljómað af geislum hins hinmeska kærleika. Svo hefir Drottiim þóknazt þér, og þá vilt speki kenna mér, að heimsins auð og allt hans glys þú eigi vrrðir meir en fis.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.