Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 12

Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 12
442 KIRKJURITIÐ og endar á Olíufjallinu með himnaför Jesú. Skoða þú þá sögu á komandi ári með eftirtekt og guðrækilegri athygli. Ef þú gjörir það, þá er þegar mikið unnið. Það eru svo margir, sem vanrækja það, að koma og sjá, að Iesa og heyra; ef það er vanrækt, þá er eigi von að hið nýja líf glæðist í hjörtunum, því hvemig eiga menn að trúa á þann, sem þeir hafa ekki urn heyrt. En það er ei heldur nóg aðeins að koma og sjá, þú þarft ennfremur, eins og Mada gjörði, að geyma öll þessi orð í hjarta þér. Að vísu skildi eigi María í fyrstu, hvað fram fór á hinni fyrstu jólanótt, hún vissi eigi, hvilik náð henni og öllu mannkyni var auðsýnd, en hún geymdi það í hjarta sínu og tók það aftur fram á síðari stundum ævinnar, skoðaði það og íhugaði, til þess er henni skildust betur Guðs ráðsályktanir við hana og son hennar og mannkynið allt. Gjör þú sem hún. Varpa eigi frá þér með sjálfbyrgingsskap því, sem þér kann að virðast torskihð í hinni helgu sögu. Geym það heldur í hjarta þínu, veltu því fyrir þér og hugleiddu það. Ef þú hefir eitthvað heyrt í Guðs orði á þessari hátið, sem snortið hefir hjarta þitt gleðilega, þá gleym því eigi aftur, heldur geym það sem dýr- grip og tak það fram þér til gleði og huggunar, þegar þér liggur á, þótt síðar verði. Og ef þú hefir eitthvað heyrt í Guðs orði, sem snert hefir hjarta þitt, þá hristu það ei af þér, heldur geym það og lát það hafa áhrif á breytni þína. Þá mun Guðs orð verða lifandi frækom í hjarta þínu, sem dafnar þar og ber himinblóm og ávexti til eilífs lífs. Þá munum vér einnig verða þess umkomin að vitna um frelsarann og útbreiða hans riki, svo sem hirðarnir fóru og kunngjörðu öðrum það, sem þeir höfðu heyrt og séð. Menn geta vitnað um Krist með fleiru en orðum, menn geta það einnig með breytninni. Eftirdæmið er einhver hin öflugasta prédikun, bæði til ills og góðs. Þó að vér getum eigi vitnað um frelsarann, eða út- breytt hans ríki með andagift postulanna, þá er oss öllum gefið færi á því í hverri stöðu sem vér erum. Þó að þú getir það eigi í fjölmenni meðal margra, þá getur þú það á lieimili þínu meðal konu og barna og heima- manna. Látum það vera vora innilegustu ósk á þessari liátið, að vér meg- um ævinlega vitna um frelsarann hér á jörðu og síðan í öðru lífi í hans dýrðarríki. Hjálpa þú oss til þess, himneski lausnari, gróðursettu í oss hið nýja lífið, og lát oss kimngjöra það öðrum bræðrum vorum og systrum. Guð með oss kom þú í hjarta míns herbergi að fæðast, hjarta míns svíðandi benjamar annars ei græðast. Lif þú í mér, lifað svo fái eg í þér, lát mig, ó Kristur, þér klæðast. AMEN.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.