Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 13

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 13
JÓLASÁLMUR Hvað boða jól, á hjartans huldu braut, á hugans leið? Hið bjarta Ijós, sem leysir hverja þraut á lífsins meið. Frelsari mannkyns fer með æðsta vald og fyrirheit, um lífsins áframhald. A helgri stund nú fagnar fæðing hans hvert frelsismál. Hugljúf og klökk er minning meistarans, í mannsins sál. í lífi og dauða hann oss réttir hönd, á heimleið vorri um andans draumalönd. Því beinum hug, í hljóðri þakkargjörð, í himininn. Hans bróðurkenning fær oss frið á jörð, með fögnuð sinn. Líf hans er jólaljós á himni bjart, sem lýsir oss í gegn um myrkrið svart. S. E. Björnsson. Það er sitt hvað að hafa rétt til að eiga peninga og að liafa rétt til að nota peninga, alveg eins og manni sýnist. — Leo 13. * * * Hvað sem samferðamenn þínir kunna að hugsa um farangur þinn, þá spyr vagnstjórinn aðeins eftir farmiðanum. — Ilugh Redwood. * * * Það er eins um hinar mildu hugsanir sem hinar miklu dáðir, að fvrir þeim þarf ekki að berja neinar bumbur. — Bailey.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.