Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 14
Vr. ihcol Tííagnús ^ónsson sj,öiugur
- VIÐTAL -
Hann varð sjötugur 26. nóvember síðastliðinn, fæddur í Hvammi í
Norðurárdal, sonur séra Jóns Ó. Magnússonar og konu hans, Steinunnar
Þorsteinsdóttur. Hér verður ekki rakin ævi hans, enda mætti frekar líkja
benni við höll með lystigarði en venjulegt hús. Aðeins drepið á nokkra
meginþætti.
Eftir óvenjufega glæsilegan námsferil gerðist Magnús Jónsson prestur
nokkur úr vestan hafs, síðan á Isafirði. Háskólakennari i 30 ár. Alþingis-
maður í aldarfjórðung. Formaður fjárhagsráðs í sex ár. Skamma stund
ráðherra. f ótal nefndum. Formaður útvarpsráðs lengi. Mikilvirkur rit-
höfundur. Skrifaði stórt rit um Pál postula, ýtarlegasta ritið unr séra Hall-
grim Pétursson (í 2. b.), sem enn hefir verið skráð. Tvö bindi af Sögu
íslendinga. Ritstjóri nokkurra tímarita í mörg ár. M. a. meðritstjóri Kirkju-
ritsins í tíu ár. Kunnur málari.
Um glæsileik dr. Magnúsar Jónssonar mun ekki deilt né fjölhæfni hans.
Þar er hann meðal hinna fáu, er standa í fremstu röð. Oft hefir mér fund-
izt það einna skýrasta merki um gáfur hans, að þegar ég var lærisveinn
hans í guðfræðideildinni, vissi ég, að hann lét engri spurningu ósvarað.
Og á stundum fannst mér mest til um það, þegar hann lýsti því hvað
fegurst og snjallast, sem ég vissi, að engin mannleg þekking náði til. Eng-
an hefi ég heldur vitað lýsa jafn glæsilega og af líkum eldmóði tveim
andstæðum skoðunum á sama máli, varpa jafn skýru ljósi yfir marga fleti
sama hlutarins, geta verið sækjandi og verjandi samkvæmt því, sem á stóð
eða nauðsyn krafði. Hann skapaði mönnum ekki skoðanir né tróð í þá
trúarlærdómum en gerði glögga grein fyrir efninu og lagði spilin á borð-
ið. Svo átti lærisveinninn sjálfur að skera úr og ákveða niðurstöðuna.
Hefði hann snúizt til kaþólsku, hefði hann óefað orðið kardínáli, — ef
til vill páfi.
En sem betur fór sat hann hér heima og hélt tryggð við þjóðkirkjuna.
Og varð þann veg ekki aðeins kirkjuhöfðingi, heldur setti meiri svip á
þjóðlífið en flestir aðrir á þessari öld.
Ég leyfi mér að flytja dr. Magnúsi Jónssyni þakkir allra lærisveina hans,
og biðja honum blessunar.