Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 18
448
KIRKJURITIÐ
deildinni eru Framsóknarmenn?" Ég svaraði auðvitað, eins og
satt var, að ég hvorki vissi, né hefði nokkurn tíma vitað, né
kærði mig um að vita um stjórnmálaskoðanir stúdentanna,
hvað þá heldur reyna að hafa áhrif á það mál.
En gott er að minnast þess, að öll þau ár, sem ég kenndi
þar, man ég ekki eftir, að nokkrum skugga slægi á gott sam-
komulag milli mín og stúdentanna. Þetta segi ég hér í mál-
gagni, sem búast má við, að allir þessir stúdentar, sem á lífi eru,
lesi. Láti þeir mig vita, sem annað muna.
Þú heyrir á þessu, hvort mér var kennslan ánægjuleg.
Hvert rita þinna hefir veitt þér mesta ánægju?
Það veit ég ekki. Og þó held ég, að bókin um Pál postula
hafi komið næst hjarta mínu, því hún var um margra ára bil
hluti af mínu eigin lífi. Ég var orðinn svo innlífaður Páli og
umhverfi hans, að ég varð beinlínis að hafa gætur á að skrifa
ekki eitthvað það, sem ég þóttist sjá og heyra hið innra með
mér, en engar heimildir voru fyrir. Ég var með Páli, ferðaðist
með honum, heyrði til hans. Mér féll alls ekki ávallt vel við
liann. Gat beinlínis orðið reiður við hann. En alltaf dáði ég
hann.
Mér var svipað innanbrjósts, þegar ég vann að bókinni um
Hallgrím Pétursson, en aldrei eins. Ég var hreinasta plága á
heimilinu, því að ég átti heima á 17. öld og talaði varla um
annað en það, sem þá var að gerast.
Mér fellur sagnfræðin mjög vel að því leyti, að þar er mað-
ur innan um fólk, sem maður ræður yfir. Það er einhver mun-
ur á því eða ykkur, samtíðarmönnunum, þar sem hver höndin
er upp á móti annarri og hver vill fara eftir sínu höfði.
En annars er það heimska að skrifa bækur nema fyrir ein-
staka snillinga, sem hafa náð svo mikilli aðdáun, að hópur
manna sprettur á fætur og andvarpar af aðdáun, eins og á her-
samkomu, við hvert orð, sem flýtur úr penna snillingsins. Við
hinir ættum ekki að vera að þessu. Og þó, hvað gerir það til?
Fannst þér fafnan auðvellt að samríma þjónustu þína í kirkj-
unni stjómmálastarfseminni?