Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 22
452
KIRK JURITIÐ
Það má Guð einn vita. En sé horft langt fram í tímann, er
ég ekki í neinum vafa. Hin eilífu sannindi kristindómsins munu
sigra um alla jörð. En búningar hans verða sennilega marg-
víslegir, og ekki víst, að skammsýnum mönnum gangi vel að
þekkja hann ævinlega.
Getur Kirkjuritið borið nokkur boð frá þér á þessum tíma-
mótuum ævi þinnar?
Já, biddu mennina að vera góða hvem við annan. Það ætti
að vera útlátalítið. Við eigum svo góðan föður á himnum, að
það er ótrúlegt, að bömin hans haldi áfram að stía sér sund-
ur og gera nafni hans vanvirðu með því. Hann stendur enn
við dymar og knýr á og vill hjálpa, hvar sem hans er leitað.
Gjöf hjarðsveinsins.
S\ro hermir gömul lielgisögn:
Þegar vitringamir þrír fundu barnið og móður þess í fjárhúsinu í Betle-
hem, stóð lítill hjarðsveinn við dymar og gœgðist inn. Stómm augum
horfði liann á hinar dým gjafir, sem vitringamir færðu baminu: gullið
reykelsið og myrruna. En í stað þess að öfunda barnið af djásnunum,
hrygðist lijarðsveinninn litli sáran yfir því að hann skyldi vera svo fátæk-
ur, að hann átti ekkert til að gefa fallega sveininum í jötunni.
Og þegar vitringarnir komu út gat hann ekki látið vera að lirópa upp
með tárin í augunum: „En hvað þið eigið gott að geta gefið Jesú þetta.
En ég á ekkert lianda honum!“
En einn vitringanna strauk honum milt um hárið og sagði. „Nú skjátl-
ast þér, drengurinn minn! Það ert þú, sem ert sæll. Við emm orðnir gaml-
ir menn og líf okkar er úti áður en varir. Við emm ekki lengur færir um
að þjóna konunginum. En þú ert ungur. Þá átt mörg ár, já, allt lífið fram-
undan. Þú getur helgað honum óslitna og elfda krafta, heitar og ríkar
tilfinningar, háleitar hugsjónir. Þú getur gefið honum sjálfan sig, líf þitt
allt. Sæll er þú!“