Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 23

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 23
Eining kirkfunnar í Oírisli Eríndi Hans-Wemer Gensichen prófessors á kirkjuþinginu í Minneapolis. Vakti það hina mestu athygli. 1 Drottinn vor Jesús Kristur, sem hefir kallað oss til frelsis, kallar oss einnig til einingar. Og sú eining á að verða veru- leiki fyrir kraft drottins, sem er nálægur oss í anda. Hún á að vera lifandi staðreynd kirkjum vorum. Margar raddir hrópa á einingu á vorum dögum, en oft aðeins ytri einingu. Fyrir því varðar mestu, að kirkjumar hlusti á enga aðra rödd en rödd drottins og hlýðnist henni í trú og kærleika. II Eining kirkjunnar er fyrst og fremst eining í trú. Hún stend- ui' og fellur með trú vorri á eina hirðinn, sem kallar sína í eina hjörð. Honum hefir þóknazt að vera nálægur í orðum sinum og sakramentum, er vekja trúna og varðveita fyrir kraft Heilags anda. Orðin og sakramentin flytja fyrirgefninguna, er frelsar oss frá syndunum og sameinar oss til þess að flytja heimi öllum boðskapinn um fyrirgefningu. Þegar drottinn vor kallar oss til einingar í trú, þá beinir hann fyrst af öllu spurningu til sjálfra vor, því að kall hans má engan veginn skilja svo, að vér megum vera áfram eins og vér emm, en einungis aðrir eigi að taka sinnaskiptum. Emm vér ekki oft ískyggilega nærri því að krefjast þess af öðrum, sem vér erum sjálfir innst í hjarta ófúsir til? Er það t. d. heiðar- legt, þegar vér ræðum guðfræðikenningar við aðrar kirkjudeild- lr, a<5 telja þær spumingar höfuðágreiningsatriði, sem menn em ekki með öllu sammála um innan lútersku kirkjunnar. Er það rétt að gagnrýna aðra fyrir að blanda saman lögmáli og evangelíi, þegar vér erum engan veginn sjálfir saklausir af

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.