Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 31

Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 31
PISTLAR 461 nú í eyði? Og hvað þýðir að stinga höfðinu í sandinn og látast ekki taka eftir því, að kristni og kirkja eiga örðugt uppdrátt- ar, og eru í hættu stödd hérlendis. Léleg kirkjusókn, lítil kristin- dómsfræðsla barna og unglinga, tómlæti fylgjenda og ýmiss konar áróður andróðursmanna sannar það daglega. Hvers vegna ætti líka málstaður Krists frekar að geta sigrað fyrirhafnar- laust nú en þegar hann barðist fyrir honum sjálfur á jarðvistar- dögum sínum? Ennfremur er staðreynd, að mikill hluti mann- kynsins lifir án verulegrar vitneskju um kristindóm, og að inn- an „kristninnar“ er alltaf verið að gera uppreisnir með meiri og minni árangri. Spurningin er ósköp einföld og blátt fram þessi: Viljum vér berjast fyrir viðhaldi kristninnar í landinu? Svarið byggist sennilega mest á því, hvort vér erum sannfærð um, að með því að nema kenningu Krists og leitast sem bezt við að lifa samkvæmt boðorðum hans, öðlumst vér ákveðna þekkingu á vissum sviðum og náum lengst að mannlegum þroska. Og í fylgd Jesú Krists, og undir vemd hans, sé oss bezt borgið í lífi og dauða. Þetta hlýtur líka að leiða til þess, að vér teljum kristið þjóðfélag æskilegra en nokkurt annað. Oss, sem af veikum mætti viljum bera kristið merki, eru jólin þess vegna ekki fagnaðar- og friðarhátíð, heldur baráttu- kall. Hann á sjálfur enn í sama stríðinu og áður um hug og hjörtu mannanna. Og í baráttunni um hann er ekki til neitt hlutleysi. Þar eru sem annars staðar hin þöglu svikin verst. Svo virðist sem þrátt fyrir lexíur heimsstyrjaldanna sýnist forráðamönnum heimsveldanna nú mest um vert að vígbúast og vera þess umkomnir að geta á svipstundu gereyðilagt hálfa jörðina eða meira. í slíku æði hlýtur boðskapur friðar og mann- kærleika að vera brýnni og mikilsverðari en nokkru sinni endra- nær. Nú gildir, að menn bindist í raunverulegt bræðralag eða farist. Þjóðfélag vort er smækkuð mynd af heimsástandinu. Hugs- unin svipuð, þótt tæknin sé önnur. Jólin eru oss áhugamönnum kristninnar þetta spurningar- merki: Ætlum vér að láta oss litlu skipta, þótt ný heiðni kunni

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.