Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.12.1957, Qupperneq 32
462 KIRKJURITIÐ að leggjast yfir þjóðlífið líkt og svarta þoka, sem sígur utan af hafinu? Látum vér oss nægja að skilja börnum vorum að mestu eftir tómar kirkjur á sviði kristninnar? Nei, nú er ekki tími til að láta reka á reiðanum og bíða átekta, heldur stund starfs og stríðs í fylgd hins krossfesta og upprisna leiðtoga aldanna. Ósamræmi guðspjallanna. Ósjaldan er mikið úr því gert, hvað guðspjöllin greini á um ævi Jesú Krists, ekki sízt upprisu hans. Á það að sanna, að þetta bendi til, að viðburðimir séu uppspuni. En það sýnir aðeins það sem vitað er, að sjónarvottum ber jafnan illa sam- an. Hér fer á eftir lítið dæmi um það frá þessu ári, tekið eftir tímaritinu World Christian Digest. JERÚSALEM UM 37 e. Kr. Frásagnir Nýja testamentisins af upprísunni. En eftir hvíldardaginn . . . kom María Magdalena og María hin. (Matt. 28,1) Og er hvíldardagurinn var liðinn, kom María Magdalena og María ... og Salóme . .. (Mark. 16,1.) Og þær gengu inn í gröfina og sáu ungan mann sitjandi hægra megin . . . (Mark. 16,5.) Og er þær gengu inn . . . stóðu allt í einu tveir menn hjá þeim. Lúk. 24,4-4.) LONDON 1957 Frásagnir enskra blaða af endur- fundum Elísabetar drottningar og Filippusar hertoga, er hann kom úr för sinni umliverfis hnöttinn. Hertoginn . .. kom fimm mínútum of seint. (The Duke of Edinburgh . .. came five minutes late —). „Sunday Express“. Þau gátu ekki verið stundvísari. (The timing was perfect —). „Sunday Dispatch“. Hann endaði með því að koma of snemma. (He finished up by being too early.) „Reynolds News“. Þau voru ekki ein á stund endur- fundanna. Fjórir . .. horfðu á. (The re-union was not in private. Four people . . . were looking on.) „Sunday Dispatch".

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.