Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 35

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 35
PISTLAR 465 Þess væri og þörf, að mínum dómi, að prófessorinn, sem kennt hefur kirkjurétt í guðfræðideild Háskólans, birti aðra ritgerð um, hvaða ákvæði eru ótvírætt í gildi varðandi ytri og innri mál kirkjunnar. Um það munum vér flestir of fáfróðir, en skylt að hafa það sem satt er í þeim málum sem öðrum. Frelsi er mikilvægt en aðhald einnig gagnlegt. Kirkjan er ákveð- in stofnun, en ekki trúfræðileg rannsóknardeild eða tilrauna- stofnun í helgisiðum. Kristsandinn gerir hana víðsýna, frjáls- lynda og umburðalynda. En vér megum ekki heimta, að hún sé svo opingátta að hún veiti lítið skjól, né svo stefnulaus, að maður viti varla, hvaðan á sig stendur veðrið. En þótt ýmsu sé ábótavant, skal því sízt gleymt, að kirkjan hefir, þrátt fyrir allt, verið þjóðinni andleg móðir í þúsund ár. Enn í dag ber hún, — eins og á þessum jólum — mest ljós I bæina, vísar bezt til vegar og huggar helzt á margri þrauta- stund. Allt í nafni og krafti hans, sem jólin eru helguð. Og með þeirri bæn, að Kristsandinn aukizt innan kirkjunnar °g áhrif hennar fari vaxandi til góðs í þjóðlífinu, óska ég öll- um gleðilegra jóla! Gunnar Bænheyrzla. Eg veiktist hastarlega 1903. Fékk botlangabólgu og slæma fylgikvilla. Eg var í skyndi fluttur á Skt. Lúkasspítalann og drifinn beint á skurðar- borðið. Á leiðinni þangað ætlaði hjúkrunarkonan eitthvað að lagfæra skyrtuna mína, en prófessorinn hvíslaði: „Látið þér hann eiga sig — hann er dauður hvort sem er.“ Eftir langa og stranga legu komst ég samt aftur á fætur. Mörgum árum seinna var ég í sjúkravitjun þama á spítalanum. Þá kom til mín miðaldra læknir og kvaðst hafa aðstoðað prófessorinn við að skera mig upp. „Og vitjið þér það,“ bætti hann við, „að prófessor Karsberg sagt oft síðan, að hann hefði séð tvö kraftaverk á ævinni, og annað þeirra 'æri Þa®> að þér skylduð ná yður.“ „Nei, það vissi ég ekki,“ svaraði ég. >>En hitt veit ég, hvað stuðlaði að þessu kraftaverki: bæn trúaðra manna. A meðan læknirinn var að skera mig, lágu margir á bæn í Nelleröd og báðu, að ég fengi að lifa. Og Guð heyrði bæn þeirra.“ C. Skovgaard-Petersen. 30

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.