Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 41

Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 41
BLA PERLUFESTI 471 mín, að ég á engan að til að gefa neitt. Nú er ég allt í einu svo óbæri- lega einmana. Viljið þér leyfa mér að ganga með yður heim til yðar, og óska yður gleðilegra jóla við dyr yðar?“ Þannig vildi það til, að við samhljóm margra klukkna og meðal fjölda glaðra manna gengu þau Pétur Wakefield og stúlka, sem hann vissi ekki enn nafn á, mót hinum mikla degi, sem flytur heiminum von oss öllum tíl handa. G. Á. íslenzkaBi. Eilífðarörlög. Vér tímans böm getum eigi fullyrt neitt um eilífðarörlög annarra ein- staklinga en þeirra, sem burtkallaðir em á bamsaldri, en um bömin ungu segir Kristur það berlega, að náðarríki sitt standi þeim ávallt ópið, ein- faldlega af því, að þau em böm. Vér segjum það þó stundum um mæta menn, er hverfa burt héðan, að þeir hafi verið kallaðir tíl æðri þjónustu, — en vér skyldum aldrei gleyma þeirri alvarlegu staðreynd, að samkvæmt Guðs orði getum vér ekki vænzt slíkrar köllunar sjálfum oss til handa, nema vér höfum trúlega þjónað Guði hér í þessu lífi, — lært að leggja allt vort ráð í hans hendur og leyft honum að gjöra upp við oss reikning- ana. Þorbergur Kristjánsson. * * * yólavcrs í móður og barni, Maríu og Kristi, jöfur himnanna jörðu gisti. Vor hrtjggð og böl þeirra harmur er. Þau fela heiminn t faðmi sér. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.