Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 46
-------------| Ritfregnir |------------------------------
GUÐFRÆÐINGATAL 1847-1957 eftir Björn Magnússon (Hf. Leiftur
1957). — Á aldarafmæli Prestaskóla íslands fyrir réttum tíu árum kom út
kandidatatal, þ. e. æviágrip íslenzkra guðfræðinga í heila öld og myndir
flestra þeirra. Sú bók var uppseld fyrir nokkru og er nú endurprentuð,
en aukin og endurskoðuð. Hér eru þeir taldir, sem síðan liafa útskrifazt
og verður því bókin um 50 bls. lengri. Leiðréttar eru nokkrar villur og
bætt við allmörgum upplýsingum. Skift er um stöku myndir til bóta. Þetta
er vandvirknislega unnið verk, og bókin geysigagnleg þeim, er fræðast
vilja um íslenzka prestastétt. Það er ótrúlega oft, sem öllum almenningi
er ánægja að því að fletta upp í slíkri bók, bæði til að rifja upp hin og
þessi atriði um foma kunningja og eins til að fræðast um aðra, sem menn
hafa heyrt nefnda, en hvorki ef til vill séð né vita nein deili á. Leiftur
hefir sem fyrr vandað útgáfuna.
RITSAFN 1—2 eftir Ólafíu Jóhannsdóttur (Hlaðbúð, Rvík 1957). —
Þetta er fögur, vönduð og myndskreytt útgáfa áf bókum Ólafíu Jóhanns-
dóttur, ævisögu hennar: Frá myrkri til Ijóss og sögunum: Aumastar allra.
— Bjami Benediktsson fyrrv. ráðherra ritar ýtarlegan og prýðilegan inn-
gang. Auk þess er viðauki og nokkrar skýringar. — Eins og alkunnugt
er, var Ólafía stórgáfuð kona en samt frábærust sakir mannkosta sinna.
Fáir hafa orðið landi sínu til meiri sóma en hún, enda reist stytta af henni
í Osló 1930 til minningar um þjónustu hennar þeim til bjargar, er ráfuðu
r illigötur. Ólafía var mælskukona svo mikil, að ekki gekk þeim úr minni,
sem á hlýddu, enda hélt hún erindi víða um lönd. Hún var líka ágætur
rithöfundur, ritar ljóst og fagurt og dregur upp ógleymanlegar myndir með
fáum orðum, en að baki alls berst heitt og hreint hjarta. Enda var mann-
ást hennar slík, að fangar í Osló gerðu lítinn reit til minningar
um hana, þegar þeim barzt fregnin um andlát hennar og útför. Mun
ekki annarra hafa verið fegurr minnzt. Hér er ekki unnt að rita ýtarlega
um bók þessa, eins og vert væri. En sem allra flestir ættu að lesa hana.
Hún er sannarlega ekki svikin vara, heldur sígildur kjörgripur. Lýsir hug-
skotið, vermir hjartað, brýnir viljann til góðs. Þar er návist gáfna og göfgi-
Og eins er bókin magnþrungið mál lifandi vottar um styrk og gildi trúar-
innar, sem er landi og lýð til blessunar. — Góð og falleg jóla- og vinagjöf.