Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 50
480
KIRKJURITIÐ
tr Séra Eiríkur Albertsson
dr. theol. (Fæddur 7. nóvember
1887).
Faðir vor. (Bænabók fyrir
böm.) Svo heitir kver, er bama-
bókaútgáfan Máni í Reykjavík hef-
ir gefið út. Er bæn bænanna þar
útskýrð með myndum, sem yfirleitt
em auðskildar og smekklegar. Má
heita nýmæli, sem verður til góðs,
ef rétt er á haldið.
Hinni fyrirhuguðu Hafnar-
kirkju í Homafirði barst nýlega
15.000,00 kr. gjöf frá Elínu Jóns-
dóttur, Sigríði Jónsdóttur og Jóni
Höfn. Gáfu þau fé þetta til minn-
ingar um bróður sinn, er lézt 24. nóvember síðastliðinn,
Frú Jóhanna Gunnarsdóttir, ekkja séra Tlieódórs Jónssonar prests
að Bægisá, andaðist hér í bænum 14. nóv., 84 ára að aldri. Hún var
glæsileg kona og gáfuð, söngelsk og lék prýðilega á hljóðfæri, vinsæl og
vel látin.
Aldarafmælis séra Jóns Sveinssonar (Nonna) 16. nóv. var minnzt
með hátíðasamkomu á Akureyri í húsi því, sem var um skeið bemsku- og
æskuheimili hans, og hafa konur á Akureyri komið þar upp safni til minn-
ingar um hann. Séra Sigurður Stefánsson prófastur flutti erindi um séra
Jón, og auk þess vom flutt nokkur stutt ávörp. Afmælisins var líka minnzt
í blöðum í Reykjavík og útvarpinu.
KIRKJURITIÐ
kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00.
Afgreiðsla hjá Elisabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.