Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 8
150
KIRKJTJRITIÐ
blik trúmálagreinar, sem vöktu athygli margra, en sumum
þótti kenna þar um of „nýrrar guðfræði“.
Árið 1915 var hann kosinn prestur á Isafirði og gegndi þar
prestsþjónustu við miklar vinsældir safnaðarins til hausts
1917. Var honum ljúft að minnast á þessi ár, einkum guðs-
þjónustustundirnar i fsafjarðarkirkju. Þær voru honum svo
yndislegar, að hann bar til þeirra eins konar heimþrá í
brjósti alla æfi.
*
Veil heilsa hans réð nokkru um það, að hann skipti um
starf og gerðist háskólakennari í guðfræði. Var það aðalæfi-
starf hans í 30 ár, 1917—47. Átti hann til þess mikla hæfi-
leika og mmi því. Hefir aðeins einn verið lengur guðfræði-
kennari frá þvi, er Prestaskólinn var stofnaður, 1847, Sigurður
Melsted lektor. Kennslugreinar hans voru kirkjusaga og Nýja
testamentisskýring. Deildarforseti var hann oft og Háskóla-
rektor 1930—1. Hann bar hag Háskólans mjög fyrir brjósti,
vöxt hans og viðgang. Hann átti fyrstur hugmyndina um
Happdrætti Háskólans og ræddi hana við vini sína í stjórn
Háskólans. Seinna veitti hann henni á Alþingi bezta brautar-
gengi, eins og jafnan öðrum framfaramálum Háskólans.
Kennslu sína við Háskólann rækti hann af svo mikilli
ástundun, að þeir dagar eru ekki nema örfáir öll þessi ár,
sem hann kom ekki í kennslustundir. Stúdentarnir, sem nutu
leiðsagnar hans, eru nokkuð á öðru hundraði. Af þeim hafa
108 tekið prestsvígslu. Eru nú flestir þjónandi prestar lands-
ins nemendur hans.
Magnús prófessor var frábær kennari, framsetning hans
ljós og skenuntileg og krydduð ósjaldan skarplegum athuga-
semdum, sem lifa enn í minni og á tungu lærisveina hans.
Tel ég það bezt hlýða, að Kirkjuritið geymi bein ummæli
sjálfra þeirra um hann. Þeir skrifa svo m. a.:
.... „Frá guðfræðináminu, hygg ég, að við nemendur
lians allir eigum þær minningar um hann, að okkur birti
fyrir augum og hlýni í hug, nær sem við sjáum nafn hans