Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 153 eg, að beri af. Sama árið sem hann varð háskolakennari, kom út bók hans um Martein Lúther, á 4 alda afmæli siðaskipt- anna. Hann studdi kennslu sína með samningu vísindarita og kennslubóka fyrir nemendur sína. Inngangsfræði Nýja testamentisins kom út 1921. Páll postuli og frumkristnin um daga hans 1928. Saga Nýja testamentisins 1932. Bréf Páls postula til Galatamanna. Skýríngar 1937. Jórsalaför 1940. Saga kristinnar kirkju 1941—46. Auk þess liggja i handriti eftir hann skýringar yfir Jóhannesarguðspjall og flest bréf Páls postula. Allar eru þessar bækur vel og vandlega samd- ar, en bezt að mínum dómi ritið um Pál postula, sem ég skil ekki annað en verði enn um hríð haft að námsbók í guð- fræðisdeildinni. Og ekki skil ég annað en að þeir muni á kom- andi tímum hafa not af riti hans um Hallgrím Pétursson, sem vilja skrifa um sálmaskáldið góða. Hann var ágætlega að sér í sögu Islands, eins og ljóst má sjá m. a. af ritum hans um Ásbirninga, Guðmund dýra, Kirkjumál á Alþingi og Landshöfðingjatímabilið í sögu fs- lands. Var þetta mikla nt hans siðasta bok. Kvaðst hann við samningu þess vera í kapphlaupi við dauðann, og próf- arkir las hann á banasænginni. Hann var um skeið ritstjóri fögurra timarita og á í þeim fjölda góðra greina, ekki sízt í Kirkjuritinu. Bókmenntaarfurinn eftir hann er þannig mik- ill og góður og hverfur okkur ekki, þótt hann hafi sjálfur kvatt þennan heim. Ég Jiefi aldrei kynnzt meiri athafnamanni. Hjá honum fór saman alefling andans og athöfn þörf. Ef hann fór úr bænum og ætlaði sér næði nokkra daga, þá tók hann óðara til að mála og einbeindi að því hug og hönd frá morgni til kvölds. Mér fannst hann stundum, einkum er leið á æfina, hugsa eitthvað líkt Savonarola: „Þegar meistarinn hefir not- að meitilinn, leggur hann hann niður.“ Honum bar að vinna, meðan dagur var. Og enn voru ráðgerð störf, ef hann mætti aftur rísa af sjúkrabeðinum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.