Kirkjuritið - 01.04.1958, Síða 14
Magnús Jónsson dr. theol.
LíkræSa flutt í dómkirkjunni í Reykjavík
10. apríl 1958.
Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friSi fara,
eins og þú hefur heitiS mér,
því eS augu mín hafa séS hjálpræSi þitt.
Lúk. 2,29.-30.
Þótt vér njótum ekki þess unaðar að fá að skyggnast inn í
það ókomna, sjá í sýn það, sem annars er hulið, er því líkast
stundum, sem um oss leiftri sýnir. Það eru minningar hinna
liðnu daga. Þær eru ríkar í huga minum í dag, er ég stend
hér, kallaður til þessarar kveðjustundar. En ég finn um leið
til fátæktar minnar að klæða hugsanir mínar og minningar
þeim búningi orða, sem verðugt væri og við eigandi.
Ég á auð minninga tengdar þeim manni, sem hér hvílir
látinn og kvaddur er í dag, og ég á auð þakklátssemi, sem ég
mun ekki einu sinni reyna að klæða í búning neinna orða,
heldur aðeins bera fram í hljóðum huga ásamt ástvinum hans
og öðrum þeim, sem komnir eru hingað til að kveðja. En mér
finnst á þessari kveðjustund sem ég heyri rödd, er segir:
„Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur
á, er heilög jörð.“ Hinn heilagi staður, Guði vígður, er í dag
einnig vígður af nálægð dauðans, sem aðskilur föður og börn,
bræður og vini, vígður lika af nálægð hans, sem vér kveðjum
og eigum á skilnaðarstundinni samleið með um leiðir liðinna
daga, svo er hann og vigður af trúnni, lijartri og skínandi og
hinni fegurstu von.
Á slíkri stund, þegar hugurinn á mest, getur verið erfitt
að vita, „hvar skal byrja, hvar skal standa“, svo að myndirnar
komi skýrt fram. En ef til vill getur einmitt þessi ljóðlína
leiðbeint oss, hvar vér eigum að byrja í dag. Skáldinu urðu
þessi orð á vör, er það leit yfir Skagafjörð, skínandi í sól, full-