Kirkjuritið - 01.04.1958, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1958, Page 17
KIRKJURITIÐ 159 margvíslegu störf, sem hann vann, heldur finnst mér hann ógleymanlegur fyrir persónuleik sinn, hið óhemjulega lifsfjör, leiftrandi gáfur og gleði svo mikla og magnþrungna, að allir voru glaðir og góðir í návist hans. En jafnframt var hann herra sinna miklu skapsmuna svo frábær, að hvorki hygg ég að vinir hans né svokallaðir andstæðingar hafi nokkurn tíma heyrt hann mæla reiðiorð. Mun þó enginn efast um, að hann hafi kunnað að halda á málstað sínum. Má jafnvel telja hann bardagamann í góðri merkingu þess orðs. * Hér verður lítt reynt að rekja störf Magnúsar Jónssonar né telja fram virðingarstöður þær og vegtyllur, sem samferða- mennirnir veittu honum. Hins er gott að minnast og líka mest um vert, að hæfileikar hans voru gjafir Guðs, og frá sjónar- miði vor mannanna tókst honum vel að ávaxta talenturnar sínar. Sjálfur kom hann fram fyrir Guð sinn og herra sem hinn auðmjúki þjónn. Fyrir augliti Guðs fann hann ófull- komleik sinn, og vanefni sín bar hann fram í bæn til hans, eins og einmitt þeir gera, sem hæst lyfta liuga sínum og dýpst reyna að kafa í leyndardóma sannleikans. Ég er í eng- um vafa um það, að sterkasti þátturinn í eðli Magnúsar Jóns- sonar var guðstrú hans, og öll störf hans og viðhorf hans til málanna og hugsanakerfi hans var skoðað í þeirri trú og sam- ofið henni. Mér er því ljúfara að minnast þessa sem ég er hræddur um, að öðrum sjáist yfir það, þeim sem minnast Magnúsar Jónssonar sem hins glæsta höfðingja í þjóðlífi voru, eins og líka vafalaust verðugt er. Er sú gleymska í fullu sam- ræmi við andrúmsloft samtíðarinnar. En vissulega er það samkvæmt hans eigin vilja, að Guði séu færðar þakkir fyrir liðinn ævidag og þær gjafir, sem þegnar voru. Hann ólst upp á kristnu heimili, þar sem trúarsiðir voru ræktir, helgidagar haldnir heilagir og starfað var í guðstrausti. Þegar hann stóð svo sjálfur á þeim vegamótum, þar sem velja skyldi lífsstarf og stefnu, valdi hann sér guðfræðinám og gekk þegar að því loknu út í preststarf, fyrst meðal Islendinga í Vesturheimi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.