Kirkjuritið - 01.04.1958, Síða 19

Kirkjuritið - 01.04.1958, Síða 19
KIRKJURITIÐ 161 umst honum, fannst að lokum sem hann vissi nokkur deili á flestum viðfangsefnum samtíðarinnar, mér liggur við að segja öllum, og er þá að vísu mikið sagt, — og hafði þó líka skyggnzt inn á allmörg svið fortíðarinnar. Og svo sem mál- araauga lians var næmt á litbrigði landslagsins, söngeyrað á tóna, virtist svo sem litbrigði og tilbrigði mannlegs lífs væru glögglega greind. Og létt var honum og ljúft, þessum marg- fróða manni, að miðla fróðleik sínum. Hann var alltaf að læra og alltaf að fræða, alltaf kennarinn, sem hafði frá ein- hverju fróðlegu að segja og kunni að segja frá því þannig, að eftir því var tekið og það varð ljóst og auðskilið áheyrand- anum og gleymdist ekki. Því verður hann líka ógleymanleg- ur þeim, sem kynntust honum. * Ég er í dag einn í stórum hópi þeirra, sem minnast dr. Magnúsar Jónssonar prófessors sem eins þeirra manna, er „settu svip á bæinn“ og á þjóðlífið. Það tel ég mér bæði sæmd og lika lærdómsríkt. En ég er einnig meðal þeirra, að vísu í fámennari hópi, sem þekktu hann heima á heimili hans. Það tel ég mér mikla gæfu og hugsa um leið til konu hans og barna og annarra nánustu ástvina, er áttu heimilið með honum. Séra Magnús kvæntist árið 1912 Bennie Lárus- dóttur, dóttur hins kunna prests og héraðshöfðingja séra Lár- usar í Selárdal. Ljúft er mér að fá hér tækifæri til að minn- ast hennar, hinnar vel gefnu en hógværu og hlédrægu ágætis- konu, og blessa minningu hennar. Sérstaklega minnist ég þess hér, hvílíkur blessaður lífsförunautur hún var manni sínum í frábærri fórnfýsi sinni, órofa tryggð og heimilisrækt. Hún andaðist þann 14. desember síðast liðinn. Þau hjón eign- uðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Þau sáu og barna- börnin vaxa upp. Ástúðlegt samband tengdi fjölskylduna sam- an, og því eru nú í dag fluttar miklar þakkir til ástríks föður frá börnum hans, tengdabörnum og niðjum öllum. Ég vil sér- staklega minnast dótturinnar, sem búsett er vestur í Amer- íku, og biðja henni, manni hennar og syni blessunar Drott- 11

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.