Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 24
166
KIRKJURITIÐ
sálmi Newmans sinn sérkennilega svip, en það er hin síendur-
tekna ljóðlina eða viðlag: Lead thou me on. Þetta eitt er nóg
til þess, að sálmurinn fær annan svip. Hver sá, er þýða vill
þennan sálm svo, að hann haldi svip sínum, verður að halda
þessu stefi.
1 fyrsta versi er ýmsu vikið við. Annað vers má heita alveg
ort um. Og í síðasta versi er að vísu nokkru haldið á yfirborði,
en endirinn, sem þar er mest undir komið, er allur annar og
í raun og veru óljós, en þar skín Newman skærast í öllum
sínum einfaldleik, sem sennilega er erfitt að ná. Ég hefi til
dæmis spurt ýmsa, hvað átt sé við með orðunum Andans fögru
dyr, en ekki fengið svar. Ef til vill ætti hér að skrifa Andans
Fögrudyr. tJr því gæti skorið, ef til væri eiginhandarrit Matt-
híasar af sálminum. En þá ætti skáldið við söguna í Post 2,
lnn, þar sem sagt er frá kraftaverki, sem postularnir gerðu
við Fögrudyr í Jerúsalem, og merkingin væri: Ég finn aftur
mína fyrri barnatrú á kraftaverkið og englana o. s. frv. En
hvað sem um það er, þá er hér minnst af versi Newmans.
Ég held því, að réttast væri að kalla Lýs milda ljós Matthí-
asarsálm og sama er um sálminn Ver hjó mér, herra, og séra
Stefán er höfundur sálmsins Vertu hjá mér, halla tekur degi.
En þótt Matthías kysi að yrkja sálm Newmans upp og gera
úr honum nýjan sálm, sem betur fór, úr því að úr honum
varð jafn góður sálmur og raun varð á, væri engu að síður
ónægjulegt að eiga í sálmabókinni þýðingu — reglulega þýð-
ingu — þessa ágæta sálms. Hún er líka til og er í sálmabók-
inni. Hún er eftir vestur-íslenzka skáldið Jón Runólfsson.
Hún er allnákvæm, eins og sjá má með samanburði við frum-
sálminn. Ég set hér þrjú versin, sem hér koma til greina.
Skin, ljósið náðar, myrkrin grúfa grimm,
ó, lýs mér leið,
og langt er heim, en nóttin niðadimm,
ó, lýs mér leið.
Um fjarlægð hulda hirði’ eg ]>ó ei neitt,
ef, Herra, leiðir þú mig fótmál eitt.