Kirkjuritið - 01.04.1958, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.04.1958, Qupperneq 34
Séra Þorsteinn Jóhannesson, íulltrúi, f. prófastur, sextugur. Séra Þorsteinn Jóhannesson er fæddur að Ytri-Tungu á Tjörnesi 24. marz 1898. Voru foreldrar hans Jóhannes Jóhannesson bóndi á Ytra- Lóni á Langanesi og Þuríður Þor- steinsdóttir, kona hans. Séra Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik 1920 og guðfræðikandídat frá Háskólan- um 1924. Sama ár gerðist hann prestur að Stað í Steingrimsfirði og þjónaði þar til 1928. Síðan var hann prestur í Vatnsfirði, og jafnframt prófastur í Norður-Isafjarðarpró- fastsdæmi frá ársbyrjun 1939. Hann hafði einnig nokkra aukaprestsþjón- ustu á hendi. Hann var formaður Prestafélags Vestfjarða um árabil og annaðist ritstjórn tímarits þess, Lindarinnar. Árið 1955 lét hann af prestsskap og var skipaður fulltrúi i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Það leikur ekki á tveim tungum, að séra Þorsteinn hefir verið prýði- maður í prestastétt og búhöldur bezti. Hann er prédikari ágætur, sem vand- ar mjög ræður sínar bæði að efni og formi, og ljúfmenni hið mesta, er vill hvers manns vandræði leysa. Hann var ástsæll með starfsbræðrum sínum og söfnuðum, sem söknuðu hans mjög, er hann hvarf að vestan. En hug- ur hans og hjarta fylgja áfram söfnuðunum við Djúpið, þótt leiðir skildu. Kona séra Þorsteins er Laufey Tryggvadóttir. Þau eiga fimm börn uppkominn, þrjá syni og tvær dætur. Kirkjuritið flytur honum beztu afmælisóskir og að honum megi allt ganga til giftu og blessunar æfinlega. Á.G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.