Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 37

Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 37
KIRKJURITIÐ 179 myndasmið, ag ég stóðst ekki freistinguna og sagði honum alla söguna ems og í örvæntingarræði. Ég leyndi hann því ekki, hve ég væri bugaður. „Það er ein leið til að losna við allar þessar áhyggjur," sagði hann. „Varp- aðu þeim yfir á Krist.“ Þegar hann só, live mér kom þetta kynlega fyrir sjónir, bætti hann við: „Or því að þú játar, að þér hafi mistekizt, hvers vegna lofarðu honum þá ekki að reyna að bæta úr því?“ Og hann hafði á réttu að standa. Nú eru um það bil sex mánuðir síðan ég beygði kné mín fyrir frelsaranum, og konan min rétt á eftir. Síðan hefir verið unaðslegur timi. Enn gefur að vísu oft á bátinn, en við vitum það bæði, að í nærveru Drottins tekst ævinlega að rétta allt við. Frank Bentley. Einu sinni á fyrstu prestsskaparárum minum tók ég þátt í samkomu Hjálpræðishersins í fátæku hafnarhverfi. Þar var lif og fjör, bumbur barð- ar og sungnir saltarar, og einn úr liðinu hélt kröftuga ræðu. Hún var að vísu ærið einhliða frá trúfræðilegu sjónarmiði, en hann meinti hvert orð, svo að það var gott að hlýða á hann. Síðan var leitað samskota og það söfnuðust 3s. 7d. Þó óvarpaði ég sjómennina og sagði: „Þetta fólk kemur hingað i hvaða veðri sem er. Það langar til að frelsa sólir ykkar, það ber fram vitnisburð og það elskar Krist. Nú skulum við einu sinni heiðra það með því eina móti, sein okkur er fært á þessari stundu og skjóta aftur saman.“ Og þá komu 4 stpd., og mér var klappað lof í lófa. Síðan fór ég beint á „klúbb“guðsþjónustu í stórri kirkju. Þar voru um fimmtíu menn mættir, sem mér skildist að kæmu saman einu sinni i mánuði, til þess að hlusta ó einhvern prédikara. Annað höfðust þeir ekki að, þótt þeir teldust til ókveðins kirkjufélags. Þeir sátu bókstaflega talað hver í sínum bekk, dreifðir um alla kirkjuna. Hveigi nokkurs staðar tveir saman. Ég hélt yfir þeim þá stytztu prédikun, sem sem ég hefi nokkru sinni haldið um dagana, talaði ekki einu sinni í minútu. Ég mælti a þessa leið: „Ég var rétt áðan með Hjálpræðishernum. Þeir gera eitthvað, þeir stritast við að frelsa mannssálirnar. Þeir láta sig veðrið engu skipta. Ég hefi grennslazt eftir ykkar félagsskap og komizt að þvi, að þetta félag ykkar gerir ekki annað í þessum mólum en hlusta á einhvern prestsvesal- mg einu sinni í mánuði. Og það virðist reyna að undirstrika bræðralags- leysi ykkar með því að sitja eins fjarri hver öðrum eins og þið getið. Ég hefi ekkert að flytja ykkur annað en þá athugasemd, að þið minnið mig helzt á einhvers konar deigklessur, sem ekki hafa hefazt." Að svo mæltu steig ég niður úr stólnum og fór heim og fékk mér te. En ég frétti það semna, að þeir hefðu verið sárgramir eins og Heródes forðum. Walter Carey biskup.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.