Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 38
180 KIRKJURITIÐ Þetta er saga af gömlum vini mínum. Hann á stórt og fallegt nýtízku verzlunarhús í stórborginni. Fæddist sjálfur í fátækt og kvæntist eigna- lausri stúlku. En þegar þau efnuðust, fluttu þau í dýrindis hús í einu auðmannahverfinu. Nágrannarnir voru menn af gömlum og góðum am- erískum ættum, bjuggu í höllum, voru meðlimir í fínum félögum og óku í konunglegum bilum. Þetta voru broddar borgarinnar. Einn þeirra var formaður Verzlunarráðsins, annar formaður Rotaryklúbbsins og ótal for- menn aðrir. Sumir sóttu kirkju, aðrir ekki. En allir fengu þeir sér meira eða minna í staupinu, og slíkur fagnaður mótaði sírikar líf þeirra. Hjónaskilnaðir gerðust lika æ tíðari í þessu hverfi. Þegar vínið tók að svífa á menn, hætti hinum og þessum til að renna hýru auga til konu einhvers vinar síns, og hún gaf honurn þá jafnvel undir fótinn. Eiginmaðurinn sneri gremju sinni upp í það, að dorga við einhverja aðra. Þessu reiddist svo kona hans, og þegar víman var runnin af þeimi, leiddi það til mikillar tortryggni og eilífra deilna. Það eru ekki fáir árekstrar né taugastrið, sem slíkt líferni veldur. Eitt kvöldið óku vinur minn og kona hans heim úr svona boði og voru bæði mjög slompuð. Þau fóru að hnakkrífast. Ekkert var til sparað, en allt látið fjúka, sem í hugann kom, og margt óþvegið sagt, sem þeim hefði ekki til hugar komið að láta út úr sér, ef öðru vísi hefði staðið á, — eins og gengur. Það endaði með því, að hún gaf honum utan undir. Hann svaraði með því að slá hana niður, þegar kom heim i bílskúrinn. Hún lá hreyfingarlaus á gólfinu og horfði til hans. Allt í einu rann það upp fyrir honum, hvílíka hörmung hann hafði ratað i. Hann kraup á kné við hlið hennar. „Elskan min,“ sagði hann, „ég ætlaði mér ekki að gera þetta. Ég elska þig og vildi ekki berja þig, hvað sem í boði væri.“ „Hvað gengur eiginlega að okkur?“ spurði hún ráðalaus. „Hvernig er komið fyrir okkur? Maður gæti ekki trúað þvi.“ Hann reisti hana á fætur, og þau stóðu og horfðu hvort á annað. Loks sagði hún: „Kannske við ættum að biðja?" Og þessi hjón, sem rétt áður höfðu formælt hvort öðru og barið hvort annað, báðu saman. Til hvers? Til Jesú Krists, eins og þeim hafði verið kennt í barnæsku. Þau báðu hann að breyta þeim, bæta þau. Og hann gerði það. Þau búa að vísu enn í sínu dýra húsi, en það er kominn í það nýr andi, ný fegurð. Þar ríkir andi Drottins. Þetta finnur hver maður, sem kemur þar inn úr dyrunum. Kristur gistir þar. Norman Vincent Peale. [G.Á. þýddi].

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.