Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 41
INNLENÐAR FRETTIR
Frú Guðbjörg II*‘i-iii;iniisiIó(lii' Tliorsl*-iis*‘ii. ekkja séra Jóns
Thorstensens á Þingvöllum, andaðist 9. april á 91. aldursári. Hún var
mikilhæf kona, góð og gegn.
Gjöf til Iloísösskirkju. Á s. 1. ári afhenti frú Guðrún Brunborg
kr. 2200.00 til kirkjubyggingarinnar á Hofsósi, eða allan inngangseyri, sem
hún hafði fengið af sýningu á Sögu Borgarættarinnar, er hún hélt á Hofs-
ósi. — Vil ég fyrir hönd safnaðarins þakka hina rausnarlegu gjöf frúar-
innar. Árrti Sigur'Ssson.
Gjafir lil liii-iiliússiiis í Gröf ú llöfðaströnd. Á s. 1. ári bárust
bænhúsinu í Gröf á Höfðaströnd eftirtaldar gjafir: Frú Guðbjörg og Páll
Kolka héraðslæknir á Blönduósi gáfu tvo fagra kertastjaka til bænhússins.
Einnig færði Guðmunda Jónsdóttir, Strandgötu 19, Akureyri, bænhúsinu
vandaðan kertastjaka. 1 desember s. 1. færðu Björn Rögnvaldsson bygginga-
meistari og frú Hólmfriður systir hans bænhúsinu tvo vandaða kerta-
stjaka, til minningar um ömmu þeirra, frú Hólmfríði Jónatansdóttur, er
lengi var búsett í Gröf. öllum þessum gefendum vil ég færa þakkir fyrir
hönd bænhússins. — Árrú SigurSsson.
-kskiil viVsfólaj* Akuri-yrnrkirkju IO úra. Þann 9. marz s. 1.
minntist Æ.F.A.K. þess, að tíu ár eru liðin frá stofnun félagsins. Það var
stofnað í kapellu Akureyrarkirkju sunnudaginn 19. október 1947. Afmælis-
hátiðin hófst í kirkjunni með því, að séra Kristján Róbertsson bauð félaga
°g gesti velkomna. Ræðu flutti Hannes J. Magnússon skólastjóri, og ósk-
aði liann félaginu heilla og blessunar. Að ræðu hans lokinni var gengið
kiður í kapelluna og notið góðra veitinga. Þar fluttu félagar ávörp. Fyrsti
formaður Æ.F.A.K., Gunnlaugur Kristinsson, gat þess, að stofnendur gæfu
félaginu vandaðan bikar til verðlauna fyrir beztu fundarsókn. Af hálfu
gestanna talaði Jóhann Konráðsson söngvari, sem á umliðnum árum hefir
stutt mjög mikið hið kristilega æskulýðsstarf. Einnig söng hann, og svo
var almennur söngur. Núverandi félagsforingi er Einar Gunnarsson og
var hann formaður undirbúningsnefndar. Hófinu stjórnaði séra Pétur Sig-