Kirkjuritið - 01.04.1958, Qupperneq 43
KTRKJURITIÐ
löS
i vor. Hefir nefnclin ritað öllum prestum landsins um þetta mál og getið
þar um mótsstaði og vœntanlega dagskró. Mótin munu fara fram 7.—8.
Jum að Laugarvatni, Skógaskóla, Vatnaskógi, Bifröst Hólum og Laugum,
eji 5.—6. júlí að Eiðum og Núpi i Dýrafirði. Formenn undirbuningsnefnda
ei'u þessir: Fyrir Laugan’atnsmótið séra Ingólfur Ástmarsson, Skógamótið
sera Sigurður Einarsson, Vatnaskógsmótið séra Magnús Runólfsson, Bif-
fastarmótið séra Leó Júliusson, Hólamótið séra Birgir Snæbjörnsson, Lauga-
mótið séra Pétur Sigurgeirsson, Eiðamótið séra Erlendur Sigmundsson,
Núpsmótið séra Jón Isfeld. Allir prestar, sem hafa hug á því að sækja
uiótin með fermingarbörnum sínum eða öðru æskufólki, eru beðnir að til-
kynna þessum prestum þátttöku sína hið allra fyrsta, þvi að nauðsynlegt
er að geta hafið undirbúning á mótsstöðunum. Það er þegar augljóst, að
þátttaka ætlar að verða góð, og er það von okkar, að mót þessi geti orðið
mJÖg ánægjuleg og blessunarrík.
ÆskulýtisbldS. Nefndin hefir nú i samvinnu við sóknarprestana á Ak-
ureyri hafið útgáfu æskulýðsblaðs. Mun það þetta ár koma út fjórum sinn-
um, og er fyrsta tölublaðið senn tilbúið. Takmarkið er, að kirkjan eignist
ú þennan hátt eigið málgagn, sem flytji æskufólki fjölbreytt og gott les-
efni 0g kynni ýmsa þætti æskulýðsstarfsins innan lands og utan. Blaðið
®un i byrjun sent öllum prestum landsins, og er j)að ósk nefndarinnar,
uð þeir vinni að útbreiðslu þess meðal æskufólksins.
Söngbók. Skipuð hefir verið sérstök nefnd, sem vinnur að útgáfu söng-
bókar fyrir börn og unglinga á vegum kirkjunnar. Er þetta þarft málefni,
sem vonandi bætir úr þörfum safnaða í þessum efnum.
SumarbúSir. Sumarbúðir munu starfa að Löngumýri í Skagafirði í
sumar á likan hátt og í fyrra. Munu fjórir flokkar telpna og drengja
dvelja þar sem hér segir:
30. júní—12. júli: drengir 9—11 ára,
14. júli—26. júlí: drengir 11 ára og eldri,
28. júli—9. ág.: telpur 9—11 ára,
11. ág.—23. ág.: telpur 11 ára og eldri.
Prestar og kennarar munu dvelja með flokkunum. Þar mun verða veitt
tilsögn í kristnum fræðum og söng. Einnig mun verða unnið að garðyrkju,
skógrækt, ýmsu föndri og smiðum, verið í sundi og öðrum íþróttum, farið
1 fjallgöngur, og nágrenni staðarins skoðað. Ýmsir hafa látið þá ósk í ljós,
að börnin gætu dvalið lengur en eitt námsskeið, og hefir nefndin í því
sambandi ákveðið, að nokkrir drengir eða telpur geti dvalið bæði náms-
skeiðin, þ. e. í einn mánuð. Þátttaka tilkynnist sóknarprestum eða beint til
Biskupsskrifstofunnar i Reykjavík og skulu umsóknir hafa borizt fyrir