Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 45

Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 45
ERLENDAIt FRETTIR Frá sanibaiidsfuiidi liiblíufálaf'aiina. 23 Biblíufélög létu árið 1956 af hendi 3200000 Bibliur, 3200 000 Nýja- testamenti og 19 900 000 stök Biblíurit. Eftirspurninni var ekki nándar- nærri fullnægt. Ástæður þess eru m. a., að mannkyninu fjölgar um 25 milljónir árlega, aðrar 20 milljónir fullorðinna manna læra nu lestur ar- lega. Áróður Biblíufélaganna fyrir auknum Biblíulestri hefir sívaxandi áhrif, Hinar ungu kirkjur í Afriku og víðar auka lika mjög á þessa þörf. Heimssamband Bibliufélaganna var stofnað 1946 og samstarf á þessu sviði er raunar upphaf víðtæks alsambands kristinna manna. Störf sam- bandsins beinast einkum að þrennu: Þýðingum Bibliunnar, útgafum henn- ar og dreifingu. Frá upphafi og fram að prentöld var Biblían þýdd á 33 tungumál. Næstu 250 árin, eða þangað til 1804, að fyrsta Bibliufélagið (brezka) var stofnað, bættust 39 þýðingar við. Á 19. öld jókst þessi tala um 472. Það sem af er þessari öld hafa verið gerðar 210 nyjar þýðingar af Bibliunni allri, og N.T. eitt að auki þýtt á 271 tungumál. Betur má þó, ef duga skal. Enn eru hundruð tungumála, sem aðeins einhver hluti N.T. er þyddur á, og 1500, sem ekkert af Biblíunni er þýtt é. Eins og sakir standa, er þó verið að vinna að þýðingu hennar á 350 tungumál. Af þeim eru 150, þar sem um fyrstu þýðingu er að ræða. Otgáfan er ýmsum annmörkum bundin. Oft verður að skapa nýtt let- Ur fyrir nýjar þýðingar. Viða þarf að prenta Bibliuna utan þeirra landa, sem hennar eiga að njóta. Prófarkalestur er oft næsta erfiður og dýr. Peningagengið veldur ósjaldan miklum örðugleikum í þessu sambandi. Dreifingin sjálf er sumstaðar dýr og erfið. Hitt er samt verra, að alloft verður að selja Bibíiuna undir kostnaðarverði, til þess að sem flestir geti eignazt hana. Ödýrasta útgáfa hennar í Indlandi kostar t. d. aðeins 5 rúp- iur, eða um það bil 25—30 ísl. krónur. Verða þó margir að spara lengi «1 að geta veitt sér þann munað að eignast hana. Og fjöldamörgum er lika gefin hún. Fyrir þær sakir, er nú hafa verið nefndar, skortir Biblíu- sambandið fé, og heitir það ó menn í öllum heimi til stuðnings.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.