Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 11

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 11
KIRKJURITIÐ 249 líka. — Svo voldugur skilveggur er hálsinn fyrir norðan Nazaret, þar sem Jesús gekk um í æsku sinni, að það gat hljómað eins og gleðilegur hoð- skapur í Galíleu, sem var guðlast í Júdeu. Þetta blómlega hérað, sem var alþjóðleg umferðaleið, þar sem ótal framandi straumar bærðust og brotnuðu í hugum mannanna, valdi Jesús ser að vettvangi starfs síns. Hann er fyrstur og einn þeirra spámanna, sem upp risu með Israel, sem að yfirlögðu ráði brýtur af sér guðfræði- og helgivald Júdeu. Um leið og hann gengur norður af hálsinum í átt til Kapernaum, hefir hann sagt skilið að fullu og öllu við vegu prestanna og hinna skriftlærðu. Sá, sem hefði horft á hann álengdar í þeirri för, kynni að hafa látið sér detta í hug, að þarna færi umkomulítill maður klungr- °tta leið einfarans. En með þeim skrefum var Jesús genginn út á hina breiðu, alþjóðlegu vegu, sem liggja til endimarka veraldar. Og Kapernaum varð horg hans. Og þess vegna erum við nú stödd hér í dag í Kapernaum, farandmenn af norðlægum slóðum, aðeins vegna þess, að þessi staður var hans eigin borg. III. Genesaret var fyrsta stöðuvatnið, sem ég vissi deili á. Ég var búinn að læra talsvert um það, áður en ég vissi nokkuð að ráði um Þingvallavatn og Mývatn. Það var ævintýravatn, þar sem postularnir höfðu fiskað, Jesús bægt vind og sjó og jafnvel gengið á vatninu. — Mér fannst. að það hlyti að vera öðruvisi en öll önnur vötn í heiminum. Og þarna, sem ég stend á strönd vatnsins í Kapernaum, er ég ekki fjærri því að halda. Jiað enn i dag. Ég hefi að visu ekki séð öll heimsins vötn. Þar vantar mikið á. En það á engan sinn líka meðal þeirra, sem ég befi séð. Það er brennandi sólskin, himinninn hár og blár. Hingað og þangað líður blak af mildri golu yfir vatnsflötinn og bregður á hann skiftandi litum. Hann er dimmblár, ljósblár, grænn með slikju af bleiku skini, og yfir vatnsborðinu annarlegur hjúpur af glitrandi birtu. Vatnið er eins og hjarta í lögun, mjóddin til suðurs, umkringd fjöllum á alla vegu, flötur vatnsins 200 metra undir sjávarmáli. Ég renni augunum yfir ferilinn, sem við höfum farið vestan megin vatnsins. Þeim megin eru fjöll og hliðar vafin gróðri um regntímann, til austurs eru fjöllin hrikaleg, nakin og ber, °g glampa i harðlegum brúnum, gulum og rauðum litum. Þar rísa veggir fjallanna nærri lóðrétt upp frá yfirborði vatnsins og ber við loft í gnæf- andi tindum og kömbum. Þau eru hluti fjallgarðsins mikla, sem ris fyrir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.