Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 19

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 19
KIRKJURITIÐ 257 sér, sem ekki væri vel lesinn í Biblíunni, og ég held, að það sé rétt. Að vísu er víða lífsspeki að finna. Ég held, að barnafræðslan hafi miklu meira að segja en rnessurnar, og ég held, að prestar geri of lítið úr því, að tala uni trúmál við leikmenn, t. a. m. sóknarbörn sín. Það er svo hætt við, að sá, sem hvorki talar eða skrifar hugsanir sínar, bíði mikið tjón, verði eins og tjörn, sem hvorki hefir aðrennsli eða frárennsli. Fjöldi manna má ekki heyra trúmál nefnd, leiðast þau. Ung hafði ég ákveðnar trúarskoðanir, og hafði mikið fyrir að til- einka mér þær, nú er þetta breytt og minni þörf fyrir fótfestu, °g ég hugsa, að svona sé um marga. Fólki er nauðsyn á að trúa einhverju; ef til vill sakar ekki svo mikið, þótt það sé vit- leysa, aðeins að það sjálft geti verið brennandi í andanum . . . Sennilega er kaþólska trúin sterkasta afl, sem til er í heim- inum. Alltaf virðist mér t. d. eitthvað háfleygt og virðulegt við klausturlíf. Mér virðist, og hefir alltaf þótt, friðþægingar- kenningin fráleit, en samt finnast mér Passíusálmarnir und- ursamlegt listaverk a. m. k. með köflum. Og hvílík helgi, sem hvílir yfir þessu verki. Það er alveg áreiðanlegt, að þeir hafa haldið vitinu í þjóðinni í gegnum aldir. . . . Eins fæ ég tæp- ast skilið, að til séu mörg trúarkvæði í öllum heimi, sem jafn- ast á við „Hugbót" Hallgríms. Hvílík byrjun á kvæði: „Guð er minn Guð, þótt geysi nauð, og gangi þannig yfir. . . . Syrgja skal spart, þótt missta eg margt, máttugur herrann lifir. . . “ Hinir „góðu heiðingjar“ geta líka tekið þetta sem svo, að þótt líf einstaklingsins verði að engu, þá tekur einn við af Öðrum. Og lifið heldur áfram sinni sigurgöngu, þrátt fyrir sorg 0g kvöl hins einstaka manns. . . .“ A th ugasemdir. Fg held, að þessi bréfkafli varpi allskýru ljósi yfir afstöðu ^uargra Islendinga til kirkju og kristindóms. Þeir eru að kalla 17

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.