Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 20
258 KIRKJUKITIÐ hlutlausir í þeim málum. Telja, að ekkert verði vitað með vissu um höfuðatriði trúarinnar, svo sem tilveru Guðs eða framhald lífsins eftir dauðann. En sakna þess samt eins og ósjálfrátt og næstum óafvitandi. Það kemur fram í virðingu ýmissa fyrir kaþólsku kirkjunni og þeim hljómgrunni, sem sálmakveðskap- ur Hallgríms Péturssonar á enn í sálum þeirra, sem nokkuð kynnast honum. Og sannleikurinn er sá, að í þessu hvoru tveggja birtist eitt höfuðeinkenni kristindóms. Þar er ákveðin játning og hiklaus boðun vissra opinherana og staðreynda. Elzta heimild, sem til er um skoðanir kristinna manna, byrjar svóna: Ég trúi á GuS föSur, almáttugan skapara himins og jarSar. Bein fullyrðing í stað hálfvelgju nútímans. Og orð Hallgríms um lífið eftir dauðann eru alkunn: Ég, veit, minn Ijúfur lifir lausnarinn himnum á. Hann hefir hvergi skýrt það beinlínis, hvers vegna hann veit þetta. En öll hans beztu ljóð eru óskýranleg og væru raunar áhrifalaus án þeirrar til- finningar vorrar, að hann vissi þaS. Um kristna trú er ekki að ræða án sannfæringar um þessi atriði. Og svo einkennilega vill til, að þótt margir haldi því fram, að þeir geti hæglega lifað án Guðstrúar og þykist handvissir um, að ekki sé til lif eftir dauðann, þá þykir öllum enn í dag varlegast að fela ást- vini sína Guði á vald í dauðanum og biðja sál þeirra heilla. Þá er næstum eins og öllum finnist ekki aðeins fallegt, held- ur sannast og einlægast að andvarpa: Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni og ráð, nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi hér. Svo hugsa ég, að einnig fari fyrir bréfritaranum. Friðþægingarkenninguna er ekki rúm til að ræða hér að þessu sinni. Vafalaust er mikil þörf á að skýra hana betur fyrir almenningi, bæði sögulega og efnislega, en gert hefn’ verið í langan tima. Þetta er þeim mun nauðsynlegra seni þessi kenning hefir verið sett fram í fleiri en einni mynd um aldirnar. Ég minni nú aðeins á þessi dulmögnuðu spekiorð Einars Benediktssonar:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.