Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 34

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 34
272 KIRKJURITIÐ Guðs kristni fyrr og síðar, og hefir unnið henni og aðalsetr- um hennar helgi í hugum þjóðarinnar. En að því verður þá líka að vinna, að þessi vaknandi áhugi dvíni ekki aftur, held- ur fari vaxandi og komi fram í vaxandi kirkjulegu lífi og starfi. Hér verður ekki rætt um það, sem er sérstakt umræðu- efni og að vísu ærið nóg, á hvern hátt kirkjan skuli vinna að eflingu sinni. En í samþandi við það, sem þegar er sagt um nýjar kirkjulegar hreyfingar og nýjan áhuga erlendis, má henda á eitt atriði. Það virðist æskilegt, að ungir menn, prest- lærðir og leikir, sem eiga sérstakan áhuga á þessum efnum, fari utan til þess að kynnast því, sem þar er að gerast í endur- vakningu kristilegs og kirkjulegs áhuga og starfs. Geta þeir síðan orðið til þess að fræða og vekja, þegar heim kemur. Slíkar ferðir, svo og heimsóknir ungra erlendra kristinna áhugamanna, gætu að mínu viti orðið til þess að vekja og glæða kirkjulegan áhuga og kristindóm, því að vitanlega er gert ráð fyrir því, að þessir ungu menn birti reysnlu sína og hefji áróður fyrir málefninu. Ég nefni hér unga menn. Það er hvort tveggja, að þeirra er framtíðin og starfsdagurinn fram- undan, svo og hitt, að ungir menn hafa ekki sízt áhrif á jafn- aldra sína og æskulýðinn yfirleitt. Ég mun ekki gera þessa ræðu lengri. Þessum fáu og fátæk- legu orðum er í raun og veru ætLað það eitt, að fá oss til að athuga enn einu sinni, hvar vér stöndum, skyggnast lítið eitt kringum okkur. Það þurfum vér að gera, meðal annars til þess að ákveða, hvernig vér eigum að stíga næsta skrefið. En sameiginlega endum vér með þeirri bæn, að- Guð gefi kirkju lands vors nýjan lífsþrótt, þjóð vorri til blessunar. Árni Árnason. Vér megum ekki ætla, að ótryggð vor gjöri oss óverðuga miskunnar Guðs. Ekkert er jafn verðugt miskunnar hans sem dýpsta ógæfan. — Fénelon.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.