Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 39

Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 39
KIRKJUHITIÐ 277 dœmi um það, sem nefnt hefir verið „didaktiskur helgileikur“ (M. Mer- chant). Slíkir leikir eru gerðir til að kenna, fræða, upplýsa. Þeir eru myndræn prédikun. Ég veit, að það lætur ekki alls staðar vel í eyrum, að leikur sé pré- dikun, en með því er engan veginn sagt, að hann eigi ekki að svara þeim kröfum, er listin gerir að eðlilegum hætti. Hann getur verið „realistiskur", t. d. sýning á atburðum úr Bibliunni, þar sem búningar og gervi svara til þjóðlífs þeirra tíma. En hann getur líka verið mjög órealistisk fantasía út frá hinum helgu frásögnum. Þess eru einnig dæmi, að sýningarnar séu með fullkomnum nútimabrag, enda þótt efnið sé biblíulegt. Pétur postuli og aðrir hans samtímamenn hafa birzt í venjulegum jakkafötum. Eitt er það vandamál, sem leyst er með ólíkum hætti, en það er, hvemig Kristur er leikinn eða farið með hans „hlutverk" í helgileikum. 1 píslar- leikununi í Ober-Ammergau er þetta hlutverk leikið eins og hvert annað. Svo er einnig viða annars staðar. Jesús sést á sviðinu (í kórnum, ef leikið er í kirkju) og hann heyrist tala, eins og hver annar. Þessi aðferð er við- höfð víða í hinum stærri löndum. Er það sambærilegt við það, sem gert hefir verið í útvarpsleikum eftir ensku skáldkonuna Dorothy Sayers, og i sjónvarpsleikum, er fluttir voru í vetur í London. Þar var Jesú leikinn af ungum, hraustlegum manni í nútímabúningi. Annars staðar eiga menn erfitt með að fella sig við að gera Krist svo mannlegum, enda þótt slíkt sé í fullu samræmi við kenningu kirkjunnar um holdgan hans á jörð. 1 þess stað hefir það verið látið nægja, að rödd hans heyrðist. Með þvi að vera ósýnilegur er hann dulrænni og fjarlæg- ari hinu jarðneska. Loks á það sér einnig stað, að meistarinn sé aðeins nálægur i vitund annarra þátttakenda í leiknum (og safnaðarins), eins og t. d. i leikþætti, er séra Póll Þorleifsson sá i Noregi, þar sem bjart ljós fellur inn á sviðið úr hliðarherbergi. 1 því ljósi hugsa menn sér Krist. Sú tegund helgileika, er hér hefir verið lýst að nokkru, líkist prédik- uninni að því leyti, að strangt tekið er ekki nauðsynlegt að flytja þá í kirkjum. Þeir standa og mjög nærri venjulegum sjónleikmn í leikhús- um, að því leyti sem þeir eru fyrst og fremst sýning, — mynd, sem brugð- ið er upp og því einnig sambærilegir við helgimyndir, sem skýra einstök atriði Biblíusögunnar. Samt sem áður eru þeir liður í guðsþjónustu kirkj- unnar, og stundum sýndir í beinu sambandi við messugjörð. V. Ég hefi rætt hér um þá leiki, sem ég tel sömu ættar og prédikun orðsins í kirkjunni, og er þá röðin komin að þeirri gerð helgileika, sem

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.