Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 42

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 42
280 KIRKJURITIÐ frumsögn leikaranna né látbragð er „realistiskt", enda þótt })að verði að sjálfsögðu að lýsa hugsun og tilfinningu. Hér er heldur ekki um það að ræða, að þátttakendur feli sig bak við leiktjöld, heldur sitja þeir á venju- legum kirkjubekkjum í kór eða frammi í kirkjunni, unz röðin kemur að þeim. Talkórar eru allmikið notaðir, og komi fyrir vers eða söngvar inni í leiknum, er til þess ætlazt, að söfnuðurinn allur taki þátt í söngnum. Leikararnir hafa engin torkennileg gervi. Búningar þeirra eru ýmsar gerðir af þeim skrúða, sem notaður hefir verið í kirkjunni frá fornu fari við helgar athafnir, svo sem sloppar, rykkilín og kórkápur. Svo sem kunn- ugt er, hefir sænska kirkjan að sinu leyti, eins og anglíkanska kirkjan, varðveitt miklu meiri fjölbreytni í þessu efni heldur en lútherska kirkjan hefir gert í Danmörku, Noregi og Islandi. 1 þessum löndum eru menn orðnir afvanir því, að aðrir en prestar fyrir altari beri skrúða. Þegar helgi- leikir eftir Olov Hartmann voru sýndir í Danmörku, voru því notaðar einfaldar skikkjur og kyrtlar. Til aðgreiningar hlutverkanna eru höfð ýmis tókn, ýmist saumuð í skikkjuna eða sýnd með hlutum og áhöldum. Loks ber að minnast á notkun kirkjuhússins sjálfs. Engin leiktjöld eru notuð, og yfirleitt engar breytingar gerðar á kirkjunni. Kirkjan sjálf, ekki aðeins kórinn, heldur kirkjan öll, ef með þarf, er vettvangur athafnar- innar. Einn leikur Hartmanns nefnist „Spómaður og smiður" og fjallar um spámanninn Jónas, sem reynir að flýja undan þeirri skyldu sinni að boða refsidóm Guðs yfir borginni Ninive. Sá leikur er í þrem þáttum. Eru þeir auðvitað ekki aðgreindir með því, að neitt leiktjald sé fellt, þvi að ekki er um neitt fortjald að ræða, heldur með söngvum og breyttum bún- aði á altarinu. Fyrsti þáttur gerist á skipi í Miðjarðarhafinu, en kirkjan sjólf er þetta skip, kórinn og kirkjugólfið er sviðið. Annar þáttur gerist í dauðraríkinu, kviði hvalfiskjarins, og þá er kirkjan dauðraríkið, altaris- ljósin eru slökkt og í staðinn fyrir hið rauða altarisklæði í fyrsta þætti kemur svart klæði. Siðasti þáttur fer fram utan við borgina Ninive og inni í henni, og þá er kirkjan enn óbreytt, nema rauða klæðið er aftur komið á altarið, og ljósin kveikt. — 1 litúrgiskum helgileikum eru gjarn- an notaðir hinir hefðbundnu litir kirkjuársins, á skikkjum og kórkápum, og talar það sinu máli, þar sem þeir eru enn i hefð, svo sem i Sviþjóð og á Englandi. Það vandamál, sem ég áðan nefndi og stendur i sambandi við persónu Krists, leysist á sérstakan hátt í þeim leikum, sem fyrst og fremst eru byggðir upp sem helgisiðir (liturgi). Þar eru orð Krists borin fram af lesara eða presti. Þegar prestur flytur orð frelsarans í helgisýningunni, má engan veginn líta svo á, að hann sé að „leika“ Krist ó sama hátt og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.