Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 43

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 43
KIRKJURITIÐ 281 leikarinn mundi gera á sviðinu. Hér gildir ])að sama, sem áður var sagt um þjónustu prestsins í messunni. Presturinn er sá, sem sérstaklega er vigður, þ. e. a. s. frátekinn til guðlegrar þjónustu, kallaður til að flytja orð Drottins í helgileiknum, eins og í messunni. Af þessu leiðir, að ekki má setja óvígðan mann til að framkvæma helgiþjónustu prestsins — skipa hann í „hlutverk" Krists —- ef ég má nota orðalag leikhússins í stað kirkjunnar. Það má ekki vera leikari, sem sýnist vera prestur, heldur raunverulegur prestur með hinu klerklega umboði. En þá má presturinn heldur ekki lita á sjálfan sig sem leikara, heldur helgiþjón (liturgos), i engu frábrugðinn þvi, sem hann er endrarnær. „Förbundet för liturgi og dramatik" er að því leyti frábrugðið hinu leikfélaginu, sem í Svíþjóð vinnur að helgileikum, að stjórnendur þess eru mjög fúsir til að nota lærða og æfða leikhúsmenn til að flytja helgi- leiki. Eigi helgileikir að ná listrænni fullkomnun, verður að sjálfsögðu að leggja allt kapp á að hagnýta krafta þeirra manna, sem kunna til leik- menntar. Kirkjuleikarar þurfa að kunna sína iþrótt, engu siður en t. d. organistar og söngfólk, og engin ástæða til að ætla, að þeir eigi minni trúartilfinningu. Listin og trúin eru hvor annarri svo nátengd, að sá, sem er sannur listamaður, mun jafnan hafa eitthvað í sér af næmleika fyrir því, sem heilagt er. Hitt er annað mál, að alveg eins og ólærðir áhugamenn geta leikið vel í salarkynnum leikhúsanna, þannig hafa þeir og flutt aðdáanlega hluti í kirkjum. VI. Mér hefir orðið tíðrætt um Svia í sambandi við leiksýningar kirkj- unnar, af því að þar er ég persónulega kunnugastur, en þó er vafamál, hvort Danir standa ekki jafn-framarlega í iðkun þessarar listgreinar. Þar hefir Rald prófastur, fyrrverandi formaður hins danska prestafélags, verið einna fremstur í flokki. Það var hann, sem fyrir nokkrum árum ferðaðist með 23 manna leikflokk milli höfuðkirkna Danmerkur, og voru 9 prestar meðal leikaranna. Einn danskur prestur hefir í útvarpserindi mjög nýlega komið fram með þá uppástungu, að guðfræðideild Kaupmannahafnar- háskóla taki upp kennslu i leikmennt og leiksögu, með tilhlýðilegum æfingum i meðferð helgileika. Þessi hugmynd á ef til vill langt í land til þess að verða að veruleika, en skemmtilegt er til þess að vita, að hún skuli koma fram hjá slíkri menningarþjóð sem Dönum. Hér er mikið í húfi, að sá gróður, sem nú er að vaxa, verði ekki villigróður, heldur hljóti nákvæma ræktun. Að öðrum kosti getur hann orðið fremur til ills en góðs, enda höfum vér dæmi miðaldakirkjunnar ekki aðeins til eftirbreytni,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.