Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 47

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 47
KIRKJURITIÐ 285 Fjöldi maiiiis af öllum stéttum og stigum árnaði séra Friðriki Frið- rikssyni heilla á níræðisafmælinu. Sjálfur lék hann á als oddi og lét ekki sjá á sér nein þreytumerki allt til kvölds. Á heiðurssamkomu, sem honum var haldin í K.F.U.M. um kvöldið, flutti hann tvær ágætar ræður. I ann- arri þakkaði hann með fögrum orðum Guðbrandsbibliu (ljósprentaða), sem biskupinn fænði honum að gjöf frá hinu ísl. Biblíufélagi. Þess má og geta til marks um það, hve séra Friðrik er andlega Em, að við skólauppsögn Mennta- skólans í Reykjavík 15. júní s. 1., mætti hann sem 65 ára stúdent, og hélt þá langa ræðu á latínu, sem verða mun óheyrendum ógleyman- leg. Bæði að efni og framsetningu var hún ágæt. Séra Eiríkur 1». Stefáns- son fyrrv. próíasl ur varð átt- ræður 30. mai s. 1. Hann á nú heima á Laugarvatni og er mjög em. Margir heimsóttu hann á af- mælisdaginn. tiudfrœdipróf. Eftirtaldir menn luku nýlega guðfræðiprófi: Hjalti Guðmundsson (2. eink. betri 1501/2 stig), Jón S. Bjarman (1. eink. 165l/3 st.), Oddur Thorarensen (2. eink. betri 144% st.) og Sigurvin Elíasson (2. eink. betri 156% st.). Jíýr skirnarfoiit ur í Miðgaróakirkju. Miðgarðakirkju í Grimsey var, eins og áður getur, gefinn útskorinn skimarfontur úr tré. Grímsey hefir, eins og áður getur, verið gefinn útskorinn skírnarfontur úr tér. Vinnuna gáfu frú Kristín Valdimarsdóttir i Grenivik í Grimsey og börn hennar til minningar um mann hennar og föður þeirra. Á skím- arfontinum eru myndir af Jesú„ er hann blessar börnin, góða hirðinum og lækninum, er býður: Statt upp og gakk. Formaður sóknamefndar, Einar Einarsson, skar þessar myndir. Skímarskál úr silfri gáfu Sigurbjörn Sæ- mundsson á Sveinsstöðum í Grímsey, börn hans og tengdabörn til minn- ingar um konun hans og móður þeirra, Sigrúnu Torfadóttur. Hvorttveggja, fonturinn og skálin, er hinn bezti gripur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.