Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 49
KIRKJURITIÐ
287
lestur Ritningarinnar og þó fyrst og fremst, að Biblían yrði þjóðinni í
sannleika opin Biblía með allri þeirri blessun, sem þvi fylgdi fyrir þjóð-
lífið.
Endurskoðendur félagsreikninga voru endurkjörnir þeir séra Bjarni
Jónsson vígslubiskup og Þorvarður J. Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzl-
unarráðs.
Er raunverulegum aðalfundarstörfum var lokið, flutti Dr. Árni Árna-
son, fyrrv. héraðslæknir, erindi um ástand og horfur i kristni og þjóðlífi
og minntist á margt athyglisvert, bæði það sem neikvætt er og jákvætt.
Biskup þakkaði snjallt erindi og þakkaði einnig fundarmönnum áhuga
þeirra og fundarsókn og bað þeim öllum blessunar Guðs. Sleit biskup
því næst fundi, eftir að fundarmenn höfðu beðið sameiginlega „Faðir
vor“ og biskup lýst drottinlegri blessun.
Fundarsókn var góð, og bar fundurinn vott um vaxandi áhuga fyrir
málefni félagsins.
fr'rá Bíliludal er ritstjóm Kirkjuritsins skrifað á þessa leið:
„Fyrsta maí, frídag verkamanna, var hér skrúðganga til kirkju að til-
hlutan verkalýðsfélagsins hér. Hátiðahöld dagsins, sem voru fjölbreytt,
hófust þannig með guðsþjónustu. Var guðsþjónustan fjölsótt. Venjulegast
er, að þann dag séu farnar kröfugöngur, en ekki skrúðgöngur. Mun ný-
kjörinn formaður félagsins, Magnús Einarsson verkamaður, hafa átt mest-
an þátt í þessari nýbreytni. . . . Meðan gengin var kröfuganga með alls
kyns kröfuspjöldum i höfuðborg landsins, og fluttar áróðursræður með vig-
orðum miklum, gekk þögul fylking undir þjóðfánanum á Bildudal og
hlýddi siðan sú fylking messu í kirkjunni.“
*
ERLENDARFRÉTTIR
Erik •lonsen Álnlioi’gnrliisku |i lagði nýlega hornstein að nýrri
sjómannakirkju og sjómannaheimili dönsku í Stepney á Englandi.
Iloila hcfir risiO á ný í Englandi út af hinni ströngu helgidaga-
löggjöf. Þar eru margar skemmtanir bannaðar á sunnudögum, jafnvel
leiksýningar a. m. k. sums staðar. Vmsum finnst hér gæta of mikils strang-
leika, enda mikið á milli þess og hins, þar sem sunnudagurinn er nálega
eingöngu talinn hafa gildi sem skemmtidagur og viðbúið virðist jafnvel