Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 10
296
KIRKJURITIÐ
Eiga þeir að rætast? Eða á sinnuleysi og andvaraleysi að
krossfesta þá?
Vinur minn einn sagði við mig um daginn um leið og við
mættumst á götu: „Ný kirkja á íslandi, endurnýjuð — eða
engin innan skamms."
Ég svaraði: „Þú getur líka orðað þetta á annan veg: „Nýtt
þjóðlíf, ný þjóð — eða engin innan skamms. Gæti ekki hugs-
azt, að aðeins væri um þessa tvo möguleika að ræða?“
Guð, veit oss rétt þinn, íslandi vakningu, afturhvarf, þjóð-
líf, sem þroskast á guðsríkisbraut.
Sigurbjörn Einarsson.
1 stað þess að skelfast, fel ég mig af hug og hjarta í hendur lmns,
sem kallaði mig mér að óvörum til þessa lífs og minntist mín strax,
þegar ég var enn í móðurlífi. Hann hefir jafnan skýlt mér með
skikkju sinnar miskunnar, og þegar stundin kemur, mun hann kalla
mig til sín aftur. Hann lét mig ekki einan, þegar ég syndgaði áhyggju-
laust og í léttúð, — mundi hann þá yfirgefa mig nú, er ég leita hans
sanniðrandi í ást og trausti? — Francesco Petrarca.
*
Vér tölum oft um að vitna um Krist, án þess að vér gerum oss
fulla grein fyrir, hvað það þýðir. Ættum vér þó að vita það m. a. úr
lagamálinu, hvað í vitnisburði felst.
Gildi vitnisburðarins felst í því, hversu tekst að sannfæra aðra.
Og hér nægir ekki einlæg sannfæring vor, heldur verður persónuleg
reynsla að standa að baki orðanna.
Postularnir voru sannir vottar. Þá Pétur og Jóhannes skorti hvorki
einurðina né kjarkinn, er þeir voru kallaðir fyrir ráðið, og þeim var
aðeins fögnuður að því að vera smánaðir sakir Frelsarans. En höfuð-
gildi vitnisburðar þeirra fólst samt í þeirri staðreynd, að hann var
þeirra eigin reynsla, „því aö vér getum ekki annaö en talaö þaö,
sem vér höfum séö og heyrt“. (Post. 4, 20). — Hugh Redwood.