Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 22
308
KIRKJURITIÐ
Séra Vilhjálmur Briem fyrrum sóknarprestur andaðist 1.
þ. m., níræður að aldri, fæddur 18. jan. 1869. Hann vígðist til
Goðdala 15. apríl 1894 og þjónaði þeim til 1899. En prestur á
Staðastað var hann árin 1901—1912. Lét hann þá af prestsskap
sökum heilsubrests og fluttist til Reykjavíkur og var síðan
starfsmaður Landsbankans og Söfnunarsjóðs íslands.
Hann kvæntist 1894 Steinunni Pétursdóttur, bónda á Álf-
geirsvöllum. Þau eignuðust 3 börn. Á 50 ára hjúskaparafmæli
þeirra hjóna stofnuðu þau við Söfnunarsjóðinn Fæðingargjafa-
sjóð íslands og 5 árum síðar Styrktarsjóð Fæðingargjafasjóðs
íslands. Nema þessir sjóðir báðir nú yfir 320.000 kr.
Séra Vilhjálmur var ástsæll af safnaðarfólki sínu, svo að það
vildi á engan hátt missa hann frá prestsskap. Búhöldur var
hann einnig góður og heimili þeirra hjóna öndvegisheimili og
hinn bezti skóli fyrir unga pilta og stúlkur.
Séra Jóhann Briem, sóknarprestur frá Melstað, lézt 8. júní á
77. aldursári, fæddur 3. desember 1882. Hann vígðist prestur að
Melstað 28. júní 1912 og þjónaði því prestakalli síðan alla tíð
til 1954. Hann þjónaði að auk Tjarnarsókn 1919—23, og settur
var hann prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi fardagaárið 1922
—1923.
Hann kvæntist 1912 Ingibjörgu ísaksdóttur, verzlunarmanns
á Eyrarbakka, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 4 börn.
Séra Jóhann var ágætur prestur, jafnt á stéttunum sem í
stólnum. Einkum dáðu menn tón hans, var rödd hans hrein
og fögur. Öll framkoma hans var svo prúðmannleg, að af bar.
Hann var bæði mikilsvirtur og ástsæll prestur.
Vér vottum þessum bræðrum vorum virðingu og þökk með
því að rísa úr sætum. Guð, blessa þá og ávöxt starfa þeirra.
Látnar prestsekkjur.
Frú Anna Guörún Þorkelsdóttir, ekkja séra Guðmundar pró-
fasts Einarssonar að Mosfelli, andaðist 13. marz 83 ára að aldri,
fædd 7. desember 1875. Hún var göfug höfðingskona, ágætlega
menntuð og fróð, vinsæl og gestrisin.
Frú Elín Guöbjörg Guömundsdóttir, ekkja séra Gísla Kjart-
anssonar síðast prests að Sandfelli í Öræfum, lézt 9. apríl á 83.
aldursári, fædd 4. sept. 1876. Hún var þrekmikil gáfukona,