Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 25
KIRKJURITIÐ 311
Hann varð stúdent 1955 og kandídat í guðfræði síðastliðið vor.
Hann er kvæntur Guðmundu Guðmundsdóttur.
Nýir guðfræðikandídatar.
Um miðjan vetur útskrifuðust úr guðfræðisdeildinni þrír
kandídatar: Frank Halldórsson, Jón Sveinbjörnsson og Matt-
hías Frímannsson. En í vor Ingþór Indriðason og Skarphéðinn
Pétursson.
Óveitt prestaköll
eru þau, sem hér segir:
1. Kirkjubæjarprestakall, er séra Einar Þór Þorsteinsson á
Eiðum þjónar.
2. Eiðaprestakall, er hinn sami þjónar.
3. Hofsprestakall í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi, er pró-
fasturinn að Kálfafellsstað þjónar.
4. Flateyjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, er enn
þjónar settur prestur þar, séra Sigurvin Elíasson.
5. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, er
sóknarpresturinn í Sauðlauksdal þjónar.
6. Ögurþing í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi, er prófastur-
inn á Isafirði þjónar.
7. Staðarprestakall í Grunnavík í Norður-ísafjarðarprófasts-
dæmi, er sóknarpresturinn í Bolungarvík þjónar.
8. Árnesprestakall í Strandaprófastsdæmi, er prófasturinn á
Hólmavík þjónar.
9. Grímsey í Eyjafjarðarprófastsdæmi, er séra Pétur Sigur-
geirsson á Akureyri þjónar.
10. Hofsprestakall í Vopnafirði, er séra Jakob Einarsson pró-
fastur þjónar áfram til 1. október.
11. Raufarhöfn í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi, er prófastur-
inn að Skinnastað þjónar.
12. Laufásprestakall í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. En þar
fór prestskosning fram í gær.
Kirkjuvígslur og kirkjubyggingar.
Á sumardaginn fyrsta vígði ég Jcirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík. Stóð bygging hennar yfir tiltölulega skamman tíma,
því að einhugur safnaðarins var mikill að verkinu, dugnaður
og fórnfýsi. Er kirkjan prýðilegt Guðshús.